Eru 462 látnir úr COVID-19 hér á landi eftirsóknarlegt "draumaríki"?

Sjá má því haldið fram á bloggsíðu einni að í Flórída í Bandaríkjunum sé í framkvæmd nokkurs konar "draumaríki" í sóttvarnarmálum með glæsilegum árangri. 

Sagt er á bloggsíðunni að því miður hafi sú leið verið farin hjá fjölmiðlum heimsins að þagga niður þá staðreynd, að í Flórída hafi verið farin sú leið að vera með nær engar af þeim takmörkunum og sóttvarnarreglum, sem annars staðar hefur verið beitt og að árangurinn sé stórglæsilegur, minnsta tíðni COVID-19 á byggðu bóli! 

Falsfréttamiðlar segi engar fréttir af þessum dásamlega árangri. 

Nú vill svo til að tölurnar, sem sagt er í þessum merku bloggfréttum, að harðsvíraðir fjölmiðlar haldi leyndum, eru vel aðgengilegar og auðvelt að fletta þessum opinberu tölum í Flórída upp.  

Þá kemur í ljós að 27 þúsund manns hafa látist úr COVID-19 á Flórída frá upphafi og 1,77 milljónir greinst með smit.  

Þegar tekið er tillit til mannfjölda Íslands og Flórída kemur út, að dánartalan vestra samsvarar því að hér á landi væru 462 látnir úr veikinni í stað 29. 

Sem sagt, að dánartíðnin væri 16 sinnum hærri hér en þar og Ísland þar með eldrautt á alþjóðlegum kortum í stað þess að vera grænt. 

Það hefur gengið yfir farsóttarbylgja í Flórída að undanförnu á sama tíma og einstök lægð hefur verið hér. 

Aðdáendur frelsisins í Flórída sækjast því eftir farsóttarbylgju hér ef marka má skrif þeirra. 

Það er vissulega athyglisvert.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú gerir þér væntanlega grein fyrir að 21% Flórídabúa eru 65 ára og eldri?
Á íslandi eru 18% 60 og eldri.

Áhættuhópurinn er stærri.  Segja 2 mínútur á google.

Annað sem hafa ber í huga og gleymist alltaf viljandi, er að í hinu stóra útlandi vilja þeir telja með kóvid-bílslys, kóvid skotárásir, kóvid krókódílabit og ég veit ekki hvað og hvað.  Þetta hefur allt verið vitað í ár.

Alvöru galli í reikningunum sem samsæriskenningasmiðir MBL & RÚV vilja ekki tala um.

Svo kannski hafa Flórídabúar það jafnvel betra en bæði þú og gaurinn sem þú vitnar í vilja vera láta.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.2.2021 kl. 15:43

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 7.2.2021 kl. 16:32

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að þú ættir kannski að reyna að beita alvöru blaðamennsku og bera saman stöðuna annars vegar á Flórída og hins vegar í Kaliforníu. Flórída var opnað í september og þar er staðan langtum betri en í Kaliforníu þar sem allt er í lokunum og dauðsföllin rjúka upp þrátt fyrir það.

Ný bandarísk rannsókn sýnir að búast megi við að lokanir þar í landi leiði af sér milljón dauðsföll á næstu 15 árum, aðeins vegna atvinnuleysis. Ef við heimfærum það upp á Ísland og reiknum með að 10-15.000 manns hafi misst hér vinnuna vegna hins "stórglæsilega árangurs" eru þetta 200-300 mannslíf.

En þessi mannslíf skipta auðvitað hina þröngsýnu og hlýðnu engu máli!

Þorsteinn Siglaugsson, 7.2.2021 kl. 17:59

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Flórída hefði kannski átt að gera eins og Kalifornía, loka alla inni, gera grímur að skyldu og hvaðeina?

Eða ...ekki:

https://twitter.com/ianmSC/status/1357153041774829570/photo/1

Geir Ágústsson, 7.2.2021 kl. 18:45

5 identicon

Eru mörg lönd sem koma sérstaklega vel út í samanburði við Ísland?

Ef borin eru saman t.d. Flórída og Kalifornía sem fóru gjörólíkar leiðir sést að í Flórída hafa um 130 manns látist á hverja 100 þúsund íbúa en í Kaliforníu er talan um 110 manns.

Íbúar Flórída eru um 21 milljón og þar hafa um 28 þúsund manns látist. Fjöldi staðfestra smita í Florída er 1.77 milljón eða sem nemur 8.1% íbúafjöldans. Íbúar Kaliforníu eru tæpar 40 milljónir og þar hafa um 44 þúsund manns látist. Fjöldi staðfestra smita er 3.41 milljón eða sem nemur 8.6% prósenta íbúafjöldans.

Miðgildisaldur íbúa Flórída er 42,4 ár og hlutfall íbúa 70 ára og eldri er 14%. Miðgildisaldur íbúa Kaliforníuríkis er 37 ár og hlutfall íbúa 70 ára og eldri er 10%. 70 ára og eldri er jú hópurinn sem er í afgerandi hæstu áhættunni.

Fjöldi látinna er hlutfallslega áþekkur, fjöldi smitaðra hlutfallslega áþekkur. Þrátt fyrir að aðgerðirnar sem gripið var til hafi verið gjörólíkar.

Um að gera að bera allt saman við Ísland, eina landið sem kæmi vel út úr þeim samanburði er líklegast Nýja Sjáland.

Frómasinn (IP-tala skráð) 7.2.2021 kl. 19:50

6 Smámynd: Lárus Baldursson

Það eru reglur á Flórida að það má einungis renna sýni einu sinni í gegnum PCR prófunina, en í öðrum fylkjum þá er sýni rennt það oft í gegn að jákvæð niðurstaða fæst.

Lárus Baldursson, 7.2.2021 kl. 19:59

7 Smámynd: Lárus Baldursson

Eftir að hafa séð þetta myndband þá tel ég að það þurfi að staldra við áður enn þessar spautur verði leyfðar hér á landi vegna Covið-19 því þetta er ekki bóluefni eins og tíðkast hefur, heldur eitthvað allt annað! þarna lýsir læknir áhyggjum sínum...

Human 2.0 Warning: Doctor Issues Wake Up Call To The World (2020electioncenter.com)

Lárus Baldursson, 7.2.2021 kl. 21:59

8 identicon

Sæll Ómar.

Elía þaut með eldvagni til himna;
Þórólfur lagði himnana og heiminn að fótum sér.

Húsari. (IP-tala skráð) 8.2.2021 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband