Ebólan - ein af ógnum 21. aldarinnar.

Þegar síðuhafi heyrði fyrst afar skýra greiningu á því fyrir um 30 árum, að á 21. öldinni væri ein heimsstyrjöld langlíklegust; styrjöld jarðarbúa við sýkla og veirur, sýndist sú spá nokkuð fjarstæðukennd.

Samt var þessi kenning studd býsna sannfærandi rökum, ekkert síður en þróunarkenning Darwins. 

Þótt fyrstu sýklalyfin virtust sannkölluð galdralyf í fyrstu, fór í gang ákveðið stríð milli þeirra og sýklanna, þar sem hliðstæða þróunarkenningarinnar var virk;  "þeir hæfustu hafa það af", það er "survival of the fittest" og byggðist á stökkbreytingum hjá sýklunum. 

Algengasta atburðarásin var sú, að sjúklingar vanræktu lyfjameðferð á þann hátt að taka lyf ekki nógu lengi og reglulega inn til að drepa sýkilinn eða veiruna. 

Það leiddi af sér sýkla sem lifðu af og urðu öflugri í skjóli stökkbreytinga. 

Þar með fór í gang þróun sem enn stendur og felst í kapphlaupi lyfja og sýkla. 

Eftir því sem sýklarnir verða sífellt öflugri, þar stöðugt öflugri lyf við þeim. 

Það veldur smám saman hættu á aukaverkunum hjá sjúklingum sem að lokum komast á það stig, að lyfing drepa hýsilinn (sjúklínginn) og drepur þar með bæði hýsilinn og sýkilinn. 

Það líffæri líkamans, sem helst þarf að þola hættulega sterk lyf, er lifrin, sem er bæði stærsta líffæri líkamans og það upprunalegasta, allar götur frá fyrstu frumusamfélögunum í þróun lífsins. 

Dæmi um afleiðingar of sterks sýklalyfs er lyfið Augmentin og áhrif þess á lifrina. 

Sum lyf eins og þetta lyf eru orðin svo sterk, að lifrin kiknar undan álaginu við að vinna úr vinnslu þess og það verður lifrarbrestur, sem leiðir af sér stíflugulu óunnina efna, sem fara út í blóðrásina svo að viðkomandi verður blágulur.  

Gulunni fylgir ofsakláði sem rænir sjúklinginn svefni. Oftast stendur það ástand upp undir þrjá mánuði, og ef það ástand lagast ekki, verður sjúklingurinn geðveikur. 

COVID-19, HIV og Ebóla eru dæmi um nýjar tegundir af veirum, sem eru í rólegheitum að búa til herskara sýkla og veira sem mynda nýjan stríðsher. 

Ebóluveiran er svo banvæn, að ef hún bærist með úðasmiti eins og kófið, væri hún hrikalegt skaðræði. Sem betur fer smitast hún aðeins við snertingu en er samt ógn í leynum, sem verður að taka varann á, ekki aðeins varðandi þessa banvænu eiginleika, heldur einnig hættuna á stökkbreytingum. 

Þess má geta, að svartidauði gaus upp af og til á löngum tíma í mismunandi skæðum faröldrun með hléum á milli. 

Sagan mannkynsins er vörðuð stanslausum styrjöldum milli mannfólksins og sjúkdóma og drepsótta og ákveðinni framþróun sem ómögulegt hefur verið að spá fyrir með neinni nákvæmni. 

Þannig er það og þannig verður það vafalítið áfram.  

 

 


mbl.is Ebóla greinist á ný í Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Baldursson

Vegna hnattrænnar hlýnunar eru fornar veirur að sleppa úr viðjum jökla um allan heim.

Lárus Baldursson, 7.2.2021 kl. 22:34

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Eg hef heyrt að einn veikleiki ebóluveirunnar felist í því hversu bráðdrepandi hún er. Hún stoppi sig sjálf þar sem smitþoli deyi strax. Er eitthvað til i þessu?

Bullshit Lárus

Halldór Jónsson, 7.2.2021 kl. 23:22

3 identicon

Sæll Ómar, 

Þessi bóluefni gegn covid er hin nýja farsótt, 

May be an image of text that says '501 Deaths 10,748 Other Injuries Reported Following COVID Vaccine Latest CDC (Center for Disease Continuation) Data Show ALEXLY STEBL OWSKY VACCINE COVID-19 Remember! Less Than 1% of Vaccine Injuries Reported in the Government National Vaccine Adverse Event Reporting System'

Svo skaltu bara fylgjast með á:  https://www.openvaers.com/covid-data

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.2.2021 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband