"Mér finnst, eins og milljónum öðrum, að kosningunum hafi verið stolið."

Deilurnar sem skipta bandarísku þjóðinni í tvennt, líkjast að hluta til trúarbragðadeilum.  

Fyrir kosningarnar gerðist Donald Trum hálfgildings spámaður þegar hann spáði því að kosningarnar framundan yrðu stærsta hneyksli og svindl í sögunni." 

Hann var svo viss um að þetta yrði raunin, að hann hikaði ekki við að hvetja kjósendur sína tl þess að kjósa tvisvar, bæði utankjörstaðar og á kjörstað. 

Það gat Biden ekki gert, því að í kosningastefnu hans var það stórt atriði að grípa til almennra sóttvarnaraðgerða eins og grímunotkunar og tveggja metra ( sex feta) reglu. 

Eftir að kosningarnar komu síðan sögðu Guiliani og Trump að svo mikið svindl hefði verið í gangi, að þeir væru vissir um að dómastólarnir myndu ógilda þær.  

Trump hafði stimplað þetta inn með því að nota innsetningu nýs hæstaréttardómara til að lýs því yfir að sú góða kona hefði verið valin til þess að 6 hæstaréttardómarar væru hans megin á móti 3 frjálslyndum. 

Þegar dómstólarnir "sviku" Trump og töldu engar sannanir fyrir ásökunum hans, fór hann að orða þetta öðruvísi og segja að sér, ásamt milljónum Bandaríkjamanna, fyndist að kosningunum hefði verið stolið. 

Stór hluti fylgjenda Trumps og hann sjálfur trúa því að hann sé nýr Messías, sendur af sjálfum Guðni til þess að uppræta glæpsamlega framgöngu demókrata og ráðandi stjórnmálastéttar. 

25 forystumenn evangeliskra trúfélaga í BNA komu sérstaklega í Hvíta húsið daginn sem fyrra réttarhaldið var haldið yfir honum 2019 og stilltu upp sjóðheitri trúar og bænarstund, þar sem þeir lögðu hendur sínar yfir forsetann á heilagri stund að þeirra dómi og lýstu yfir eins konar stððu forsetans sem eins konar spámanns eða Messíasar á guðs vegum. 

Sjá mátti fjölda spjalda og fána trúarsamtaka með trúarlegum slagorðum meðal fólksins í göngunni, sem réðst inn í þinghúsið 6. desember.

Á nýjustu myndum sést betur en fyrr, að valdatakan var með fleiri trúarlegum og sögulegum tilvísunum. Nancy Pelosi og Mike Pence voru svikarar og illmenni sem áttu að fá makleg málagjöld, líkt og Júdas forðum, og Pence greinilega ígildi Júdasar þegar reistur var gálgi með snöru til að hengja hann og það ætlunarverk hrópað hátt og snjallt. 

74 milljónir atkvæði Trumps sýna ekki aðeins mikla gjá milli Bandaríkjamanna innbyrðis, heldur byggist hún hvað milljónir fylgjenda Trumps varðar miklu frekar á trúarlegum grunni en stjórnmálalegum og lagalegum. 

Þeim finnst ekki aðeins að kosningunum hafi verið stolið, heldur trúa þeir því heitt og innilega. 

Biden og hans fylgjendum segja að þeim sé umhugað um gildi lýðræðisins og tala oft af trúarhita. 

Því miður er reynsla sögunnar sú að trúarbragðastyrjaldi og borgarastyrjaldir verða oft heiftúðugri en flest annað, að ekki sé nú talað um ef hvort tveggja er í gangi.  


mbl.is „Nancy, hvar ertu Nancy?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Q: "Fyrir kosningarnar gerðist Donald Trum hálfgildings spámaður þegar hann spáði því að kosningarnar framundan yrðu stærsta hneyksli og svindl í sögunni." 

Og svo varð raunin,

Sjá hér: https://time.com/5936036/secret-2020-election-campaign/

Og hér: https://hereistheevidence.com/

Mesta kosningasvind sögunnar er staðreynd.

Q: "Þegar dómstólarnir "sviku" Trump og töldu engar sannanir fyrir ásökunum hans"

Þú tönnlast á þessu.  Þeir "töldu" ekkert.  Þeir hreinlega tóku málin ekki fyrir.  Púntur.  

Sönnunargögnin eru til staðar - sjá hlekkir hér að ofan.

Hvað er næst?  Ætlarðu að fara að halda því fram að jörðin sé flöt?



Ásgrímur Hartmannsson, 12.2.2021 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband