Langdýpsta kreppan var 1917 og dánartalan 1918 samsvaraði 2000 látnum nú.

Það er auðvelt að finna stórar tölur um dýpt kreppunnar sem nú ríkir hér á landi og einnig jafnvel umfang COVID-19, en stóryrði varðandi mestu kreppu sögunnar eiga síður við, þótt tölurnar séu háar, því ef svona samanburður á að vera raunhæfur, verður að nota hlutfallstölur og athuga hvert ástandið var í upphafinu á hvorum tíma um sig. 

Fjórfalt færri bjuggu í landinu á öðrum áratug síðustu aldar en nú, og hagkerfið var líkast til 20 sinnum minna en nú. 

Þegar það er tínt til sem verður að hafa í huga samsvaraði dánartíðnin 500 manns um 2000 manns nú.  

Vegna styrjaldarástandsins í heiminum 1917 og áhrifa þess á aðflutninga til og frá landinu og á verðlag, var kreppan, sem hér náði hámerki 1917 sú langversta hér á landi síðan í byrjun heimastjórnar l904.  

Hún var verri hér en kreppan nikla á milli 1930 og 1940, og hin ömurlegu kjör á fátækasta landi Evrópu gáfu enga möguleika á að draga úr henni, nákvæmlega enga. 

Það eru himinn og haf á milli möguleikanna 1918 og 2020 til þess að draga úr áhrifum efnahagssamdráttar.  2020 var þjóðin búin að lifa mestu uppgrip og góðæri í sögu landsins og talin meðal ríkustu þjóða heims miðað við fólksfjölda í stað þess að vera meðal eirra fátækustu 1917.  


mbl.is Hjarðónæmi náðist á meðal borgarbúa 1918
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband