Það var búið að spá honum, þessum. Hvað næst?

Nú eru rúmt ár síðan skjálftahrinur fóru að koma norður af Grindavík. Kvikuhreyfingar og landris mældust við Eldvörp og smám saman fluttist miðja skjálftanna til norðausturs og varð nálægt Fagaradalsfjalli.

Sú spá kom fram í eitt sinn hjá jarðfræðingi að líklegt væri að stórskjálfti riði yfir áður en langt um liði.  

Í ýmsum upprifjunum kom fram að fyrir 700 til l000 árum hefði verið óróatímabil á Reykjanesskaga með eldgosum og tilheyrandi hraunum. 

Eftir hvíldina síðan þá væri ekki hægt að útiloka að það stefndi í annað eins.  Spurningunni "hvað næst?" er þó ósvarað á þessum fagra febrúarmorgni, sem er við sunnanverðan Faxaflóa.

En hrinan í heild, sem nær frá Grindavík austur undir Kleifarvatn, er orðin sú stærsta til þessa. 

En engin merki enn um kvikuhreyfingar. 

Velta má vöngum yfir áframhaldandi tilfærslu helsta óróasvæðisins til norðausturs austur í Brennisteinsfjöll og segir Kristín Jónsdóttir hjá Veðurstofunnni að þar geti orðið enn stærri skjálftar.  

Hvernig yrði brugðist við því ef í aðsigi væri óróatímabil með eldgosum eins og fyrir 700 árum? 

Það er stór spurning sem ekki hefur verið svarað til fulls. 

Og þó. Í gangi er vinna við þá bjargföstu áætlun að leggja nýjan alþjóðaflugvöll sem næst þeim sloðum þar sem runnið gætu ný hraun í nýjum hrinum. 

 

P.S. Keilir er ekki "á Reyjkanesi" heldur á Reykjanesskaga. Reykjanes er í meira en 25 kílómetra fjarlægð frá Keili. 


mbl.is Skjálftahrina á Reykjanesskaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú manst meira en ég Ómar, var skjáltavirkni í langan tíma á undan Kröflueldum?

Gunnar Heiðarsson, 24.2.2021 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband