"Vanframboð" á "óskipulagi" "á háum leveli" í stað "aukningar í fjölda""basltilvika."

Þjóðtungan okkar á mörg góð og stutt orð yfir fjölda margt, en æ oftar gerist það þó, að þessi orð eru ekki notuð, heldur hnoðað saman nýjum orðum, sem koma af stað óþörfum málalengingum.  

Ágæt og stutt orð eins og nafnorðin

óreiða,

ringulreið,

skortur,

stig,

fjölgun, 

basl og 

lýsingarorðin

skemmdur,

laskaður og

viðunandi eru á útleið en í staðinn koma orð eins og

óskipulag,

vanframboð,

level,

auking á fjölda,

tjónaður og

óásættanlegur. 

Fyrirsögn pistilsins er samsett úr nokkrum setningum í fjölmiðlaumræðu, en álíka setningar eru daglegt brauð á þeim vettvangi. 

Það er ekki lengur fráleitt að ósk Björns Leví um betri vinnubrögð á Alþingi verði orðuð svona.  


mbl.is Segir menningu óskipulags á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband