Hagkvæmni gæðanna eftirsóknarverðari en hagkvæmni stærðarinnar.

Það er margföld reynsla af því í samkeppnisumhverfi, að enda þótt viðurkenna beri hagkvæmni stærðarinnar, má ekki vanmeta hagkvæmni gæðanna.  

Ekki þarf að nefna annað en svissnesku úrin á sínum tíma og vörumerki eins og BMW, Honda og Yamaha á vélhjólum. 

Hvað BMW hjólin snertir hafa gæðin skilað framleiðandanum svo mikilli sölu að hagkvæmni stærðarinnar hefur fylgt með. 

Hagkvæmi gæðanna er grundvöllur að hagkvæmni stærðanna þegar betur er að gætt.  

Á tímabili einblíndu margir á þann nöguleika að skipta út mjólkurkúm á Íslandi og taka inn stærri og afkastameiri norskan kúastofn. 

Þegar þetta var í gangi gleymdist alveg að leggja mat á sérstöðu þeirrar gæðamjúlkur sem íslenska kýrin gefur af sér á heimsvisu. 

Sem betur fór féllu menn ekki fyrir hugmyndinni um útskipti á stofnum með öllum þeim kostnaði sem hefði fylgt því að breyta fjósunum til samræmis. 

Það gladdi síðuhafa, sem er gamall kúarektur, mjög. 

Hagkvæmni stærðarinnar felst ekki aðeins í stærð gripanna hvers um sig, heldur líka í heildarstærð hvers kúabús. 

Rétt eins og að gæði kórsöngs felst ekki aðeins í stærð kóranna, heldur samhljómi raddgæðanna. 


mbl.is Milljarða bati í mjólkuriðnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband