6 sentimetra tilfærsla meginlandsflekanna á rúmum sólarhring er stórmál.

Reykjanesskagi er á mótum tveggja meginlandsfleka, Ameríkuflekans og Evrópuflekans, og nýjustu fréttir af gps mælingum eru þær að þar sem mesta hreyfingin hefur mælst, sé tilfærslan 6 sentimetrar. 

6 sentimetrar sýnist ekki há tala, en þegar haft er í huga að árleg flekahreyfing í gegnum landið er rúmur metri á öld og einnig hafðar í huga þær ógnar stærðir sem felast í dýpt þessara flekaskila og þær trilljónir tonna, sem flekarnir vega, er um stórmál að ræða. 

Flekaskilin færast einn metra í sundur á öld, eða einn sentimetra að meðaltali á ári, svo að 6 sentimetrar eru ekkert smáræði. 

Nú rétt áðan fannst 4,8 stiga skjálfti. Já, eins og skáldið orti um Skaftáreldana: 

"Hornsteinar landsins braka..."


mbl.is Öflugur skjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

10 ferkílómetrar x 5 km þykkt x 2.6 eþ. vigtsr hvað mikið?.75 kgm/sek er eitt hestsfl þá er auðvelt sð reikns krsftinn eðs hvsð?   

Halldór Jónsson, 27.2.2021 kl. 00:25

2 Smámynd: Örn Ingólfsson

Já Ómar nú þarf að fara að hugsa um brottfaraleiðir út úr höfuðborginni ef til eldgoss kæmi í Eldvörpum og jafnvel á fleyri stöðum þar í kring.En Brennisteinsfjöllin eru í eldgosi minna hættuleg út af hraunflóði til höfuðborgarsvæðisins,en byggðirnar sunnan og suðvestan til norðurs  við Brennisteinsfjöllin í stórhættu. því þar myndi hraunið fara yfir ef til þess kemur. En jarðfræðikort sem til eru eru merkt: Jarðfræðikort af Reykjanesskaga : OS JHD 7631 og með þessum jarðfræðikortum hefur komið ýmislegt í ljós!

Örninn

Örn Ingólfsson, 27.2.2021 kl. 05:54

3 identicon

"OG SMÁFUGLAR LANDSINS KVAKA"

Ragnar Þ. Þóroddsson (IP-tala skráð) 27.2.2021 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband