Athyglisverð tilfærsla skjálftanna, nær Hafnarfirði og Hvassahrauni.

"og Hvassahrauni.." Af hverju er þetta nafn nefnt í þessari fyrirsögn, sem fjallar um áberandi atriði í skjálftunum í dag, stóru skjálftarnir sem er að safnast saman sér á parti nær Trölladyngju en áður? Jú, vegna þess að grænu stjörnurnar á meðfylgjandi korti sýna skjálfta, sem eru meira en 3 stig, og núna eru þeir að stækka grænu kökuna, sem er lengst til hægri á kortinu.

Eins og staðan er núna, sést, að það er alveg möguleiki á því að fyrirhugaður alþjóðaflugvöllur sé að lenda á svipuðu hugsanlegu áhrifasvæði og Reykjanesbrautin við Voga og á Strandarheiði, sem hefur verið nefnd í skoðun sérfræðinga á ferli mögulegra hraunstrauma frá óróasvæðinu.  Svonefndur Hvassahraunsflugvöllur 

Skjálftar 28.2.21er ekki bara einhver hugdetta heldur einbeitt áætlun um gerð risamannvirkis á hraunflæmi sem runnið hefur fyrir stuttu síðan á mælikvarða jarðvísindanna. 

Skjálftar eru byrjaðir að mælast nálægt Trölladyngju áhrifasvæði eldsumbrota á því svæði liggur á svæðinu milli Kúagerðis og Straumsvíkur. 


mbl.is Snarpur skjálfti reið yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband