1.3.2021 | 00:30
Hraunflæðilíkanið: Hraunstraumur í átt að Hvassahrauni.
Nú hefur eldfjallafræði- og náttúruváhópur birt nýtt hraunflæðilíkan.
Þetta nýja líkan styður það sem sagt vr í næstu bloggfærslu á undan þessari í gær, en þar eru færð að því rök að á slíku líkani yrði mesta hraunstraumaflæði yfir svæðið milli Kúagerðis og Straumsvíkur, en á því svæði á einmitt að leggja stóran alþjóðaflugvöll.
Á líkaninu eru sýndir mikið 15 kílmétra breitt hraunflæmi, sem stefnir í fyrstu í norðvesturátt frá svæðinu við Keili og Trölladyngju en mjókkar síðan niður í tvo hraunstrauma, þar sem annar fellur yfir Reykjanesbrautina á Vatnsleysuströnd og til sjávar þar, en hinn fellur yfir Reykjanesbrautina til sjávar við Kúagerði, skammt frá flugvallarstæðinu þennig að þessi fyrirhugaði alþjóðaflugvöllur kenndur við hraun, Hvassahraun sleppi.
Er það líkleg huggun fyrir marga, sem telja þennan flugvöll einhverja brýnustu framkvæmd okkar tíma, þótt allt þetta svæði sé þakið hraunum, sem hafa runnið á ýnsan hátt eftir ísöld, jafnvel hvert yfir annað.
Hraunflæðilíkanið tekur breytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Netop Ómar
Meirihlutinn í Reykjavik er eintskur bar með því að hafa komið þessari hugmynd af stað. Svo galin sem hugmyndin er þá er það afrek að hafa komið umræðunni af stað um leið og Borgarlínunni. Afrek út af fyrir sig í útopíunni.
Halldór Jónsson, 1.3.2021 kl. 01:47
Ef upp kemur eldur á annað borð þá er býsna líklegt að hafið sé lengra tímabil eldvirkni á Reykjanesskaga þar sem gossprungur geta opnast bæði vestan og austan við það svæði sem nú skelfur mest. Það getur þess vegna staðið í nokkra áratugi með hraunrennsli hingað og þangað um skagann, vonandi bara sem minnst nálægt byggð. Við þessar aðstæður er sjálfgefið að tillaga um Hvassahraunsflugvöll er ónýt og krefst ekki meiri athugunar skýrslugerðar.
Möguleikinn á þessum eldsumbrotum ætti svo að setja Reykjavíkurflugvöll sjálfan í nýtt samhengi. Er í alvöru réttlætanlegt að leggja af Reykjavíkurflugvöll og taka þá bara sénsinn á því að eini flugvöllurinn á suðvesturhorninni verði ekki ónothæfur eða óaðgengilegur til lengri tíma? Er í alvöru skynsamlegt að gera þetta í þeim eina tilgangi að fjölga íbúum úti á útnesi þaðan sem eru fáar flóttaleiðir. Nú þegar náttúruöflin sem búa í þessu landi minna á sig þá sést það betur hvað það vantar alla raunveruleikatengingu í þessar fyrirætlanir borgaryfirvalda.
Bjarki@gmail.com (IP-tala skráð) 1.3.2021 kl. 10:11
Icelandair, Flugfélagið og Reykjavíkurborg, eru sammála um að skoða þetta. M.a. vegna þess að það þarf að fjárfesta fyrir ca 25 miljarða í Reykjavíkurflugvelli, ætli menn sér að nota hann áfram. En það er svipað og að byggja nýjan flugvöll.
Vandi Reykjavíkurflugvallar er hins vegar m.a. stuttar flugbrautir. Það verður seint skautað framhjá því. Stærri vélar Flugfélagsins, geta ekki tekið á loft full hlaðnar, nema á lengri flugbrautinni. Það er algjörlega óraunhæft að ætla sér að lengja flugbrautir vallarins. Það mundi t.d. aldrei standast umhverfismat að lengja styttri brautina. Og að lengja þá lengri, í átt að Kópavogi, verður aldrei samþykkt. Notkun vallarins sem varaflugvallar fyrir þotur, sýnir svo ekki verður um villst, að hann dugar illa sem slíkur. Jú, B757 getur lent þarna... en hversu oft hafa þær vélar nýtt völlinn sem varaflugvöll ? Og hvað með aðrar vélar og aðra flugrekendur ?
Guðmundur R Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.3.2021 kl. 14:47
Varaflugvöllur stendur ekki undir nafni nema hann geti nýst í neyðartilvikum. Og því miður ráða flugmenn og flugrekendur því ekki hvenæar slík tilvik verða, ekki frekar en yfirvöld ráða því hvenær og hvar stórbrunar verði.
Neyðartilvik hafa sviðsmyndir, oftast þá að annar hreyfillinn af tveimur bilar. Það koma dagar þegar það eru lágmarks flugskilyrði í Keflavík til flugtaks, sem ekki eru nothæf við lendingu á þeim velli en duga vel í Reykjavík.
Þá getur komið upp, til dæmis ef annarr hreyfillinn bilar, að þurfa að klifra á einum hreyfli til Akureyrar eða Egilsstaða. En há fjöll við Akureyri gera flug þangað ómögulegt og það er of langt til Egilsstaða.
Hvergi í Evrópu háttar þannig til að eini stóri aðalflugvöllurinn er í meira en 1300 kílómetra fjarlægð frá næsta slíkum velli.
Hvassahraunsflugvöllur með öllu sem slíkum flugvelli fylgir er miklu dýrari en sem svarar því að lengja austur-vestur brautina í Reykjavík um nokkur hundruð metra út í Skerjafjörð.
Ómar Ragnarsson, 1.3.2021 kl. 15:13
Af viðtali við Pál Einarsson mætti skilja að eitthvað sé að gerast nálægt Keili. Ef kæmi þar upp "Kröflugos", þá gæti það leitt til þess að Keflavíkurflugvöllur verði ónothæfur mánuðum, ef ekki árum, samn.
Hörður Þormar, 1.3.2021 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.