Margt minnir á Kröflueldana 1975-84.

Svæðið sem Kröflueldar geysuðu á, níu eldgos í fjórtán hrinum, lá á flekaskilum þar sem megin sprungan gekk í gegnum Leirhnjúk. 

Þar gaus fyrst í litlu gosi í desember 1975, en eftir áramótin hljóp hrina til norðurs og fékk útrás í stórum jarðskjálfta á Kópaskeri. 

Allt gostímabilið reis land og hneig á víxl. Oftast gaus þegar land hafði risið, en stundum hljóp kvikan neðanjarðar eftir sprungusveimnum, nær alltaf til norðurs. 

Í flest skiptin töldu jarðeðlisfræðingar erfitt að spá fyrirfram um það í hvora áttina kvikan myndi fara. Aðeins í eitt skipti fór hún í suður með minnsta eldgosi sögunnar, upp úr röri í Bjarnarflagi. 

Gosin urðu smám saman stærri og hið stærsta var í lokin haustið 1984. 

Þegar horft er þessa dagana á gögn um atburðina á svæðinu frá Svartsengi til Trölladyngju, minna tilfærslur í skjálftum og hreyfingum dálítið á Kröflueldana þegar helsta óróasvæðið á Reykjanesskaga hefur færst smám saman lengra og lengra til norð-norð-austurs en síðan dukkað upp skjálfar aftur um skamma stund við Þorbjörn og Svartsengi. 

Og spurning vaknar um það, hvort helsta óróasvæðið eigi eftir að lengjast í aðra áttina eða sitt á hvað í báðar?


mbl.is Líklegt að kvikugangur sé að myndast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband