3.3.2021 | 23:18
Hekla er gott dæmi um fjölbreytilega hegðun eldfjalla.
Ef hægt er að tala um meðgöngutíma eldfjalla; tímann frá því að vísindamenn telja sig sjá merki um að fjallið eða eldsvirka svæðið sé að gera sig líklegt til eldgoss og þar til eldurin brýst út, býr Ísland yfir aldeilis firnamiklum andstæðum í þeim efnum.
Gott dæmi eru tvö stór eldfjöll, Hekla og Eyjafjallajökull. Fyrstu merki um að eitthvað óvenjulegt væri að búa um sig í Eyjafjallajökli kom fram árið 1999 og þá strax var byrjað að vakta fjallið betur og búa til viðbraðgsáætlanir sem kynntar voru íbúum á svæðinu.
Fjallið gaus síðan ellefu árum síðar.
Hekla er hins vegar með gerólíkt eðli. Einhver frægasta fréttamynd 20. aldarinnar var tekin með venjulegri myndavél í morgunsárið 1947 á Vatnsleysuströnd, og má af hæð Vífilsfells og Bláfjalla í forgrunni gossins, sem er í 150 km fjarlægð ráða, að gosmökkurinn hafi í upphafi verið tuga kílómetra hár.
Ekki er vitað af hverju hún hætti eftir 1845 að gjósa á um það bil 50-80 ára fresti eins og hún hafði gert um aldir, og byrjaði allt í einu á 23ja ára bili á milli 1947 og 1970 og síðan á ca tíu ára fremsti 1980, 1991 og 2000.
Árið 2000 hafði hún risið nægilega samkvæmt mælingum til að gerast líkleg, en engu að síður var ekki hægt að spá neinu, nema að sagt var að hægt væri að spá með innan við klukkustundar tima um að gos byrjaði.
Það var gert 2000 og var það mæling um gosóróa sem gerði þetta svona pottþétt.
Þótt margt sé líkt með gosbeltinu, sem liggur um Reykjanesskaga og beltinu, sem Mývatnseldar og Kröflueldar voru á, en það samt nægilega ólíkt til að gera spár erfiðar.
Eldarnir fyrir norðan Mývatn felast í nokkur hundruð ára millibili á milli nokkurra ára langra hrina, en um Reykjanesskagann tala vísindamenn frekar á þann veg, að eftir margra alda hlé, eins og orðið er núna, komi tveggja til þriggja alda langt tímabil með dreifðum eldgosum.
Hvort þessi spádómur rætist er líklega vonlítið að giska á. Eldvirku aldirnar gætu orðið svo margar að margar kynslóðir jarðfræðinga kæmu og færu á svo löngum tíma.
Ólíkt öðrum gosbeltum og því erfitt að meta framhaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.