9.3.2021 | 18:15
Kvikan til alls vís, jafnvel til langs spretts?
Kvikan, sem hefur verið með rúmtak fjórfalds rennsliá Elliðaánna að undanförnu,virðist nú búin að stytta viðbrgðstímann ef til goss kemur niður í svipað og hefur verið raunin í síðustu Heklogosum eða jafnvel niður í engan viðbragðstíma eins og var í gosinu á Fimmvörðuhálsin 2010.
En gos og hamfarir í Holuhrauni og í Kröflu sýna, að á helstu flekaskilum landsins geti kvikan ferðast tugi kílómetra neðanjarðar áður en hún annað hvort brýtur sér leið eða leysir út orku sína á annan hátt.
Þannig ferðaðist kvikan úr Bárðarbungu alls 70 kílómetra áður en hún kom loks upp, og eftir fyrsta gosið í Kröflu varð risaskjálfti við Kópasker nokkrum vikum síðar, að vísu sagður tengdur Tjörnesbrotabeltinu.
En engu að síður var sú jarðskjálftahrina svo öflug, að stór hluti Kelduhverfis seig nógu mikið til þess að stöðuvatnið Skjálftavatn myndaðist.
Skjálftamynd dagsins af Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga er sláandi hvað varðar það hve stórt óróasvæðið er, að vísu með dreifðum skjálftum, en allt að hundrað kílómetrar á hvern veg.
P.S. Núna, klukkan 20:50, sést á skjálftakortinu af Reykjanesskaga, að eftir slaka í skjálftum á fram undir klukkan 19:00 er komin hrina þéttra skjálfta með þremur yfir 3 stig.
Virknin sú kröftugasta í tvo sólarhringa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.