"Martröð olíufurstanna" fellur fyrir sömu martröð.

Þegar Ford verksmiðjurnar settu Fiesta á markaðinn á áttunda áratug síðustu aldar var hann settur til höfuðs Volkswagen Polo, Renault 5 og Fiat 127 sem voru feikna vinsælir.330px-1989_Ford_Fiesta_XR2_1.6_Front 

Fiestan spjaraði sig svo vel að aðeins Volkswagen Polo hefur haldið velli og stendur nú yfir höfuðsvörðum hins netta og ofursparneytna Ford smábíls, sem danska bílablaðið Bilen og baaden kallaði "martröð olíufurstanna." 

Fiestan stóð lengi af sér ásókn rafbíla sem enn verri martröð olíufurstanna, og í lokin var Ford Ka meira að segja í raun aðeins Fiesta sem var styttur fyrir aftan afturhjól. 

En nú lýkur sem sé 45 ára gamalli sögu bíls, sem verður ekki sá fyrsti sem þarf að lúta í möl fyrir nýjustu tækni sem er bætist hver af annarri í martröð olíufurstanna. 


mbl.is Dauðadómur yfir Fiesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband