Forsendan fyrir flugvelli er að engin hætta sé á eldgosi á Reykjanesskaganum.

Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur hefur nú dregið fram þá skjalfestu forsendu Rögnunefndarinnar svonefndu fyrir svonefndum Hvassahraunsflugvelli að engin hætta væri á náttúruvá vegna eldgoss á Reykjanesskaga næstu aldirnar. 

Nú hefur þeirri spurningu verið svarað all hressilega.  

Nokkra kílómetra fyrir suðaustan Rjúpnadalahraun eða Almenninga, svæðisins sem flugvöllurinn á að koma á, liggur um 25 kílómetra langt sprungusvæði sem hefur ausið eldhraunum yfir allt svæðið frá Völlunum í Hafnarfirði og suður úr. 

Þótt bæði sé unnið að því að Aiureyrarflugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur geti gagnast fyrir alvöru sem varaflugvellir Keflavíkurflugvallar, er hvort tveggja, að þar er alllangt í land, og hitt, að vegna vegna fjarlægðar og hæða hindrana gagnast þeir ekki nema takmarkað í ákveðnum skilyrðum þegar um er að ræða flug eftir flugtak á Íslandi með fullhlaðna vél. 

Á Keflavíkurflugvelli háttar svo til að Reykjavíkurflugvöllur gerir gagn sem skráður varaflugvöllur við flugtak þegar skyggni er of lélegt til lendingar þar eftir flugtak, þótt skyggnið sé nógu gott í flugtakinu sjálfu. 

Nýju Boeing 737 þotur Icelandair eru brautarfrekari fullhlaðnar en Boeing 757 og því er mikið hagræði að geta haft varaflugvöllinn í jafn góðu og stuttu og færi og Reykjavíkurflugvöllur er. 

Í umræðu hér á síðunni nýlega var spurt, hvenær og hve oft hefði reynt á þennan möguleika til nauðlendingar.  

Sá, sem því slengdi fram virtist vilja miða við raunverulega nauðlendingu. 

En enginn flugstjóri veit fyrirfram hvenær hreyfilbilun getur orðið. 

En hann aflar sér flugtaksheimildar í fyrrnefndum aðstæðum af svipuðum ástæðum og að hann hefur flugvélina búna björgunarvestum og öðrum björgunarbúnaði, sem miðast við nauðlendingu á sjó eða vatni. 

Hann getur ekki vitað fyrirfram hvenæar til notkunar þessa búnaðar kynni að koma. 

Og reyndir íslenskir flugstjórar hafa upplýst, að það hafi marg sinnis komið sér vel að þurfa ekki að vísa farþegum frá borði eða bera út fragt eða farangur þegar háttar þannig til eins og lýst er hér að ofan:  Skyggni nógu gott til flugtaks en of lélegt til lendingar. 

En vegna veðurskilyrða eru margir dagar á ári, sem Reykjavíkurflugvöllur er með nægt skyggni í ssuðaustan og sunnanáttum þegar þær gera skilyrðin of slæm á Keflavíkurflugvelli. 


mbl.is Sýnir að Hvassahraunið er ekki hættulaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er ekki verra að hafa vitið með í för í pólitíkinni svona af og til Ómar minn.

Halldór Jónsson, 21.3.2021 kl. 22:26

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ha, ha, ha! Segjum tveir!

Ómar Ragnarsson, 21.3.2021 kl. 22:49

3 Smámynd: Hörður Þormar

Ef ég man rétt þá sagði Dagur, borgarstjóri vor, hérna um daginn "að víða væri hægt að hafa flugvöll á Reykjanesi"

Hörður Þormar, 21.3.2021 kl. 23:13

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hann sagði líka á opinberum fundi fyrir nokkrum árum að óheppilegt væri að hafa miðstöð sjúkraflugvéla á Akureyri; langheppilegast væri að miðstöð sjúkraflugs á Íslandi yrði flutt til Keflavíkur.  

Samt ætti læknir að vita, að meðaljóninn meðal sjúklinga utan Reykjavíkur er fluttur að vestan, norðan og austan til Reykjavíkur, þannig að best er að flugvélin sé staðsett sem næst honum við upphaf sjúkraflugsins. t a

Ekki væri hagkvæmast að kalla út sjúkraflugvél í Keflavík til að fljúga norður til að sækja sjúklinginn og fljúga síðan til baka til Keflavíkur, þaðan sem sjúklingurinn yrði að lokum fluttur til baka í norðausturátt til Reyikjavíkur!

Ómar Ragnarsson, 22.3.2021 kl. 00:53

5 Smámynd: Lárus Baldursson

Það er alltaf vindstrengur yfir hraun, það sést vel þegar keyrt er suður fyrir Vífilstaði á Reykjanesbraut, þá þegar vindur rífur í ökutæki, það er synd og skömm að því að Wow hafi ekki verið hjálpað frá gjaldþroti, þvílikur draumur og þægindi þegar hægt var að ferðast með stórum breiðþotum alla leið til vesturstrandar ameríku fyrir lítinn pening, en það sem á að leggja á okkur íslendinga eru litlar og þröngar bútasaums flugvélar eins og icelandair er að taka í notkun sem þá gerir lítið úr þörf á stórum flugvöllum því þessum vélum er hægt að lenda nánast hvar sem er, auðvitað ætti að byggja stórann alþjóðaflugvöll í nágrenni við Selfoss sem liggur lágt miðað við sjávarmál og er betra fyrir flugvélar að taka á loft, þarna er nægt landrými enda er nánast allur iðnaður hér á landi að flytjast þangað, stór varaflugvöllur er alveg nauðsynlegur til að hægt sé að fljúga stórum flugvélum hingað alla leið frá austurlöndum fjær afríku og suður ameríku, sem myndi bara efla allan iðnað hér á landi, og vonandi fer eitthvað að gerast til að hér á landi verði til störf sem eru ekki bara láglaunastörf, heldur hálaunastörf tengd iðnaði þegar aðgengi að erlendum mörkuðum yrði aðgengilegur þegar flugvöllur fyrir stórar alvöru flugvélar verður tekinn í notkun, fólksfjöldi hér á landi á eftir að margfaldast á næstu árum og kotbúskapshugsun á ekki lengur við.

Lárus Baldursson, 22.3.2021 kl. 02:18

6 identicon

Að engin hætta væri á náttúruvá vegna eldgoss á Reykjanesskaga næstu aldirnar var hvergi í skýrslunni gert að forsendu. Og ekki víst að þetta gos breyti miklu um áhættumatið og staðsetningu flugvallar. Það er ekki eins og það gjósi oft í Vestmannaeyjum, við Kröflu eða á Fimmvörðuhálsi þó þar hafi gosið.

Pólitískt kallar þetta gos samt sennilega á það að ríkið finni annan stað. Og Keflavíkurflugvöllur verði þá notaður, eftir að Reykjavíkurflugvöllur hefur verið lagður niður, þar til nýr flugvöllur hefur verið lagður.

Vagn (IP-tala skráð) 22.3.2021 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband