Eru til niðurstöður rannsókna á smiti af svona "reipi"?

Það liggur fyrir að vissir snertifletir, sem margir snerta, líkt og "reipið" sem sóttvarnarlæknir nefnir sem smitleið við gosið við Fagradalsfjall, geta borið smit á milli fólks. 

Það mun vera misjafnt eftir efnum, hve vel eða lengi loðir lifandi við það, en upplýst hefur verið að í sumum tilfellum geti sá tími skipt mörgum klukkustundum. 

Síðan vaknar spurningin um það, hvort og hve margir eru með hanska þegar þeir handfjatla línuna á leiðinni inn í Geldingadali og hvernig og hvort væri hægt að útiloka snertingarsmit með því að skylda alla til að nota sérstaka hanska á línuleiðinni og afhenda þá eftir notkun, annað hvort sem einnota gagn eða til sérstakrar sótthreinsunar. 

Jafnvel þótt gosið verði ekki eins langvinnt og talin eru líkindi til að það geti orðið, verður að huga vel að því að á þessari línuleið leynist ekki svipuð smitleið og við landamæri eða annars staðar, þar sem sóttvarnarráðstafana, sem veita sem best öryggi, er þörf.   


mbl.is Öryggisreipið varð allt í einu hættulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Þessi fullyrðing sóttvarnarlæknis var afar furðuleg og afa sama meiði og þegar einn íbúi fjölbýlishús smitaðist af sýktum aðila í stigaganginum. Ég veit ekki til að það hafi verið sýnt fram á snertismit hér á landi. Iðulega er það nefnt af aðilum, sem vilja koma sér hjá að segja hið sanna, svipað eins og þeir sem teknir eru fyrir ölvun við akstur halda því venjulgast fram, að þeir hafi bara drukkið einn bjór eða í mesta lagi tvo á löngum tíma. En áfengismagnið í blóði sannreynir að slíkar fullyrðingar geta ekki staðist. 

Jón Magnússon, 27.3.2021 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband