27.3.2021 | 11:16
Eyjafjallajökulsheilkennið aftur? Því ekki?
Það þóttu hræðilegar fréttir að vonum vorið 2010 þegar eldfjall með alveg vonlausu nafni gaus, jós ösku yfir blómlega sveitina fyrir neðan og stöðvaði eða raskaði flugsaömgöngum um allan heim.
Þrátt fyrir tímabundnar búsifjar reyndist þetta gos að viðbættuu Grímsvatnagosi 2011 verða mesti búhnykkur hér á landi í heila öld.
Og nú bætist það við, að á láglendi í næsta nágrenni alþjóðaflugvallar landsins er í gangi sannkallað túristagos, sem með hverjua gosdegi verður áhugaverðara og dýrmætara sem náttúruauðlind, jafnvel þótt eldurinn kunni að kulna og jafnvel þótt kófið seinki þessum efnahagsbata fram á næsta ár.
Eldgosið er auglýsing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er svona vonlaut við nafnið??
Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 27.3.2021 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.