Lán í óláni, farsóttin skapar nýja tegund hótelgesta.

Ekki þarf að fjölyrða um það gríðarlega tjón sem heimsfarsóttin hefur skapað hér á landi. Fátt er ömurlegra en tómt hótel. 

Af þeim er yfrið nóg eftir ferðaþjónustusprengjuna miklu 2011-2019, en fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, því að fyrir bragðið eiga þeir sem þurfa að útvega húsnæði vegna farsóttarinnar, svo sem fyrir fólk í sóttkví, úr nógu að velja. 

Ef hægt er að velja eitthvert orð yfir það, sem mikilvægast er í baráttunni við afleiðingar faraldursins, er það orðið "útsjónarsemi." 

Sú viðleitni getur oft borið meiri árangur en flest annað, svo sem við notkun þess fjár, sem veita þar í mótvægisaðgerðir á sem flestum sviðum.  


mbl.is Líklega mörg hótel undir farsóttarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband