30.3.2021 | 22:49
Alveg fyrirsjáanleg og eðlileg örtröð.
Síðustu 780 ár hafa þau eldgos, sem næst hafa verið Reykjavík, verið í Surtsey, Heimaey, Heklu og Eyjafjallajökli í 110 til 120 km fjarlægð í loftlínu.
Akstursleið til þess að komast í návígi við hraun í Heklugosi hefur verið um 145 kílómetrar og akstursleið plús gönguleið að Fimmvörðuhálsi var enn lengri og torsótt meðan það gos stóð.
Nú bregður svo við að eldgos er í um 30 km fjarlægð í loftlínu frá Reykjavík og akstursleiðin plús gönguleið að rennandi hrauni er um 60 km.
Þá verður það að stórfrétt dag eftir dag hve margir vilji nota óviðjafnanlegt tækifæri til að fara og skoða þetta fyrirbæri, sem er svona nálægt hlaðvarpanum.
Frekar væri það frétt ef aðsóknin og örtröðin væri minni, því að svona atburður er svo fáheyrður meðal þjóða heims, að það var og er bæði fyrirsjáanlegt og eðlilegt hve ásóknin er mikil, ekki hvað síst þegar veðrið er það langbesta frá upphafi gossins eins og það var í dag.
Það verður líka að taka tillit til þess, að vísindamenn treysta sér engan veginn til að spá um lengd þessa litla en ákaflega fallega sannkallaðs túristagoss.
Of mikil umferð um neyðarleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.