1.4.2021 | 17:34
Þrændalög og Ísland ekki græn. Langlægsta dánartíðnin hér.
Það er ekki 1. apríl gabb að Ísland sé ekki lengur eina græna covid svæðið í Evrópu á korti yfir ástandið ásamt Þrændalögum, heldur eru appelsínulitað Ísland og gul Þrændalög bláköld staðreynd í kjölfar þess að ekki var tekið mark á efasemdum sóttvarnarlæknis um afleiðingar tilslökunar á landamærunum.
Það er þó hugun, að dánartíðnin hér á landi, 29 látnir, er sú langlægsta í Evrópu, og næstum 30 sinnum minni miðað við fólksfjölda en þar sem hún er hæst.
Ísland ekki lengur grænt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skoðum: (CIA world factbook segir okkur íbúafjölda, Covid dashboard segir dauðafjölda (eins áreiðanlegt og það er... ))
Ísland: 29/354,234 = 0.082
Bretland: 127.006/66,052,076 = 0.0019 (Og allir að skíta í sig af ótta...)
Ítalía: 109,847/62390364 = .0017 (sama ástand og í UK)
USA: 552,604/334,998,398 = .0016 (og vitað er að umferðarslys & sjálfsmorð hafa verið skráð sem Kína-Kvef. Staðreynd, hvort sem þér líkar betur eða verr.)
Ekki mjög impressive pest, þetta. Og allir eru í felum undir rúmi með grímu á öðrum endanum og pípandi niðurgang af ótta úr hinum endanum.
Ótta-skitan í fólki á greinilega engan rétt á sér, og ætti að hætta sem fyrst.
Reiknaðu þetta bara út sjálfur. Allt aðgengilegt á netinu fyrir þig. Og reiknivélar eru venjulega hluti af öllum stýrikerfum nú til dags.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.4.2021 kl. 18:03
Skoðaðu sjálfur það sem er rætt um í Brasilíu með hliðsjón af reynslu annars staðar á sínum tíma, meðal annars í New York, Svíþjóð og á Ítalíu; hrunið heilbrigðiskerfi, þar sem velja þarf af handahófi þá, sem ekki verður sinnt heldur látnir deyja drottni sínum, þar sem skortur er´á rými fyrir lík, sem hrúgast upp, skoturt á timbri fyrir líkkistur og teknar eru fjöldagrafir.
Ómar Ragnarsson, 1.4.2021 kl. 19:04
Minni á, Ásgrímur, að þetta er dánartíðnin þrátt fyrir mátt nútíma læknavísinda og að gripið hafi verið til harðari aðgerða en mönnum hefði órað fyrir að yrði nokkurn tímann gripið til á friðartímum.
Það hversu hættuleg veiran er eða gagnlegar sóttvarnaaðgerðir hafa verið, verður ekki metið með því eingöngu að horfa á dánartíðni (eða veikindi) þegar umræddar aðgerðir hafa verið í gildi.
Það er eins og að segja að það hafi verið tilgangslaust að kæfa glóðina sem kom upp í gluggatjöldunum úr því húsið brann síðan ekki.
Til þess að meta gagnsemi aðgerða þurfa menn að reyna að bera saman hver staðan er og hver hún væri án þeirra. Það er erfiðara og ekki á mínu færi.
Annað smávægilegra er að það vantar nokkur núll hjá þér í töluna fyrir Ísland. Rétt hlutfall er 0,000082.
Alexander (IP-tala skráð) 1.4.2021 kl. 19:21
Ráðlegg þér að reikna dæmið þitt upp á nýtt:
Bretland: 66 milljónir íbúa - 127 þúsund látnir = 572 á hverja milljón íbúa.
Ítalía: 62 milljónir íbúa - 109 þúsund látnir = 572 á hverja milljón íbúa.
Bandaríkin: 335 milljónir - 552 þúsund látnir = 606 á hverja milljón íbúa.
Ísland: 360 þúsund íbúar - 29 látnir = 81 á hverja millón íbúa.
Ómar Ragnarsson, 1.4.2021 kl. 19:31
En ertu nú til í að útskýra hvernig er búið að slaka á á landamærunum?
ls (IP-tala skráð) 1.4.2021 kl. 20:27
"....þetta er dánartíðnin þrátt fyrir mátt nútíma læknavísinda..."
Nú hef ég ekki séð nútíma læknavísindi hindra fólk í að deyja úr elli áður. Né óska ég þess sérstaklega.
Hitt er annað mál, að ekki hefur dánartíðnin hækkað mikið. Sumstaðar ekkert.
"Til þess að meta gagnsemi aðgerða þurfa menn að reyna að bera saman hver staðan er og hver hún væri án þeirra. Það er erfiðara og ekki á mínu færi."
Þessar upplýsingr er reyndar hægt að nálgast frá Bandaríkjunum, í gegnum vef CDC.
Til dæmis hér: https://covid.cdc.gov/covid-data-tracker/#compare-trends_newcases
Mjög skemmtilegt forrit sem þeir hafa útbúið þarna. Smá fikt gefur okkur þær upplýsingar að engar aðgerðir séu bestar.
Semsagt, lifðu frjáls og vertu hraustur, eða feldu þig undir rúmi aðframkominn af ótta, og deyðu þar.
Ekki ber mönnum saman um hvort er betra.
"Annað smávægilegra er að það vantar nokkur núll hjá þér í töluna fyrir Ísland. Rétt hlutfall er 0,000082."
Takk fyrir það. Það hjálpar mínum málstað vissulega meira.
"Skoðaðu sjálfur það sem er rætt um í Brasilíu með hliðsjón af reynslu annars staðar á sínum tíma, meðal annars í New York, Svíþjóð og á Ítalíu;"
Það eru hlutfallslega (og ekki hlutfallsega) færri dauðsföll í Brazilíu en í USA.
Annað áhugavert: Cuomo, borgarstjóri New York er nú í vondum málum eftir að hann lét drepa 15.000 manns með Kína-kvefinu. Það var ljóslega vilja-verk.
"...hrunið heilbrigðiskerfi, þar sem velja þarf af handahófi þá, sem ekki verður sinnt heldur látnir deyja drottni sínum, þar sem skortur er´á rými fyrir lík, sem hrúgast upp, skoturt á timbri fyrir líkkistur og teknar eru fjöldagrafir."
Já, það eru margir veikir hvolpar þarna úti sem vilja hrúga upp líkum og fara með þau á rúntinn jafnvel til þess að sýnast.
Ekki veit ég hvað þeim gengur til, en efast um að það sé nokkuð gott.
Best að taka ekkert mark á slíkum fólum.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.4.2021 kl. 01:15
Eitthvað virðst Ásgrími förlast reiknikúnstin.
29 deilt með 354000 er 0, 000018 ekki 0, 018
Asds6419@yahoo.com (IP-tala skráð) 2.4.2021 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.