2.4.2021 | 00:43
Margs að gæta við aðlögun flugflotans að breyttum aðstæðum.
Boeing 737 MAX vélar Icelandair eru um 20 prósent sparneytnari en vélar félagsins af eldri gerð. Sparneytnin fæst með fullkomnari hreyflum en einnig með ýmsum öðrum atriðum, svo sem því að vængirnir eru með um 40 prósent minna burðarflatarmál en til dæmis vængirnir á Boeing 757, sem verða á útleið.
Burðareiginleikar þeirra véla skóm þeim ákveðið forskot hvað varðaði kröfur um brautarlengd og möguleika á því að taka fragt.
Flugfloti heimsins stendur eins og er frammi fyrir miklum breytingum í eftirspurn eftir farþegum og fragt, og þá er viðbúið að bregðast verði við aukinni hlutdeild fragtflugs með því að gera fyrrum farþegaflugvélar, einkum hinar stærri þeirra, að fragtflugvélum og líta til reynslu fragtflugfélaga, svo sem Cargolux, sem hafa nýtt sér sérstöðu stærstu þotnanna í þeim efnum.
Farþegaflugvélar verði fraktvélar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.