Vorið 1943 var mikill hugur í herbúðum Bandamanna í Evrópu. Norður-Afríka hafði verið frelsuð og næsta verkefnið þar var innrás í Sikiley í júlí og áfram norður Ítalíu.
B-24 Liberator sprengjuflugvélin Hot stuff hafði orðið fyrsta sprengjuflugvél Bandaríkjamanna til þess að fara klakklaust í 25 árásarferðir á Þjóðverja og öðlast með því frægðarsess og varðveislu til framtíðar.
Frank Maxwell Andrews yfirhershöfðingi Bandaríkjahers í Evrópu og væntanlegur yfirhershöfðingi alls herafla Bandamanna í Evrópu var á leið við 14 mann í B-24 vélinni góðu til þess að undirbúa innrás frá Bretlandi yfir í Frakkland, og var á leið til millilendingar á herflugvellinum í Kaldaðarnesi.
Mikið stóð til við í sambandi við flugvélina þegar hún kæmi til Bretlands.
En veður var afar slæmt og var hörfað frá í áttina til Keflavíkurflugvallar.
En þá gripu örlögin í taumana þegar flugmennirnir flugu vélinni á blá- suðvesturhorn Fagradalsfjalls svo að allir nema einn um borð í vélinni fórust.
Þetta slys var mikið áfall fyrir Bandamenn; Andrews var eini hershöfðingi þeirra sem féll í stríðinu og tignir andans menn fórust með honum.
Marshall varnarmálaráðherra Bandaríkjamanna sagði síðar að Andrews hefði að sínum dómi verið allra manna hæfastur til að leiða heri Vesturveldanna til sigurs.
Brugðist var skjótt við og Dwight D. Eisenhower skipaður í þetta veigamikla embætti sem skilaði honum síðar yfirhershöfðingjanafnbót hjá NÁTO og embætti forseta Bandaríkjanna 1953-1961.
Í stað B-24 Liberator vélarinnar var Boeing B-17 vélin "Menphis Belle" dubbuð upp sem fyrsta vélin með 25 árásarferðir í röð, þótt það gerðist síðar, og gegnir hún síðan því hlutverki.
Ískalt gluggaveður á Reykjanesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eisel sem komst af segir að hann hafi orðið var við þegar Capt. Shannon tók við stjórn vélarinnar af Andrews sem var annars flugmaðurinn við stjórnina því hann Robert hefði flogið meira agressivt en Andrews sem endaði svona hræðilega. Skriðbisnessinn er hættulegur vitum við.
Halldór Jónsson, 8.4.2021 kl. 17:56
En Patton, ég veit nógu lítið til að finnast hann eigi heima þarna með Adreews.
Það má gjarnan leiðrétta mig.
ls (IP-tala skráð) 8.4.2021 kl. 22:31
Í minni bók var Adrews á leið frá Englandi þegar hann fórst, hafði farið frá Bovingdon til Íslands og var í eftirlitsferð þar.
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.4.2021 kl. 03:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.