9.4.2021 | 08:40
Bókhaldið virðist oft vera aðalatriðið.
Svo er oft að sjá sem hástemmd loforð um svonefnt samráð við almenning vegna alls kyns framkvæmda á fjölbreytilegum sviðum snúist þegar öllu er á botninn hvolft aðeins um það eitt að þreyta andófsfólkið nógu lengi til þess að það verði að lokum að láta í minni pokann, en síðan er samráðið svokallaða fært til bókar sem sönnun þess, að það hafi verið viðhaft.
Það væri verðugt viðfangsefni fyrir mastersritgerð eða doktorsritgerð að safna saman þeim ókjörum af pappír, sem til verður hjá aldeilis ótrúlega fjölbreyttum stofnunum og ráðamönnum þar sem þessi er raunin og þessi aðferð notuð og niðurstaðan augljóslega ekki samráðsvilji, heldur oftast hreinn yfirgangur.
Telur allt ferlið sýndarmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.