Breytingar og átök í vændum fjölmiðlun líkt og fyrir tveimur áratugum?

Fyrir öld voru hræringar í útgáfu blaða á Íslandi, sem voru hluti af myndun fjórflokksins svonefnda á fyrstu tveimur áratugum fullveldisins.

Jónas Jónasson frá Hriflu varð kandidat fyrir stjórnmálamann aldarinnar þegar hann varð aðal áhrifavaldurinn og hugmyndasmiðurinn að stofnum tveggja stjórnmálaflokka, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins sem var ætlað að mynda mótvægi við Íhaldsflokkinn, síðar Sjálfstæðisflokkinn, og skyldi Alþýðuflokkurinn höfða til vinstra fólks en Framsóknarflokkurinn til dreifbýlisins og samvinnufólks, sem þá var hlutfallslega miklu fjölmennara en síðar varð. 

Áætlun Jónasar varð að veruleika með ríkisstjórnum undir forystu Framsóknarflokksins allt til ársins 1942, þegar þríflokkurinn hafði þróast yfir í fjórflokk með klofningi Alþýðuflokksins.

Afar bjöguð kjördæmaskipan litaði stjórnmálin fram til 1959 og fjögur dagblöð, sem kalla mátti flokksblöð, Morgunblaðið, Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn réðu umræðunni fram undir lok aldarinnar. 

Síðdegisblaðið Vísir og síðar Dagblaðið, sameinuðust í DV síðasta aldarfjórðunginn. 

Vísir var á svipuðu róli pólitískt og Morgunblaðið, og Sjálfstæðisflokkurinn naut um 40 prósenta fylgi út öldina, meðal annars í krafti yfirburða á blaðamarkaðnum. 

Undir aldamót voru vinstri flokksblöðin þrjú dauð, og hið mikla veldi Morgunblaðsins var í algleymi þegar ný öld var að ganga í garð. Allt fram til 1990 höfðu helstu völd í efnahagslífinu verið í höndum samvinnufélaganna, SÍS og öflugra heildsala og fjáraflamanna.  

Gullin öld virtist blasa við hjá Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum.  

Ef netið og samfélagsmiðlarnir hefðu verið komnir á þessum tíma, er óvíst að hugmndin um Fréttablaðið hefði getað orðið til. 

En með stofnun þess varð ákveðin sprenging í íslenskum stjórnmálum sem litaði þau hressilega á næstu árum. 

SÍS hafði farið á hausinn og Bónusfeðgar og Hagkaupaeigedur réðust í krafti byltingar á viðskiptaháttum inn á þann vettvang viðskiptalifsins sem hafði verið svo samanjörvaður fram að því. 

Fréttablaðið varð þungamiðjan í nýju blaðastríði sem náði hámerki í fjölmiðlalögunum, sem forseti íslands neitaði að skrifa undir í krafti 26. greinar stjórnarskrárinnar, sem gefur honum málskotsrétt varðandi lög. 

Síðustu tvo áratugi hefur ríkt nokkurs konar pattstaða í samkeppni Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, en sé sú greining Gunnars Smára Egilssnar rétt, að bylting í fjölmiðlun og skoðanamyndun eigi sér nú stað í heimi alveg nýs umhverfis á því sviði sem sé byrjuð að kippa fótunum undan Fréttablaðinu, gæti stefnt í svipuð átök og breytingar á þessu sviði og urðu fyrir tveimur áratugum þegar óvæntar sviptingar urðu. 

Það gætu verið spennandi tímar framundan á þessum mikilvæga vettvangi. 

 


mbl.is Fréttablaðið hlýtur að hætta á þessu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er RÚV sem að ætti að vera með sitt eigið

BLOGG-UMSJÓNARSVÆÐI með nákvæmlega sama hætti og mogginn er með.

Fleiri myndu stinga niður penna ef að svæðið væri algerlega HLUTLAUST

og í eigu okkar allra:

Jón Þórhallsson, 14.4.2021 kl. 09:15

2 identicon

Sem málgagn forystunnar, Viðreisnar og Pírata tel ég að Mogginn, mbl.is og varpið, eigi sér enga blómatíma í vændum. 

Það höfðar ekki til neinna nema þeirra sem búa í hégómavæddu, hugsjónalausu og samhertu smartlandi sérhagsmuna og pilsfaldabraskara.

Það höfðar sem sagt ekki til hins breiða hóps sem enn ann sjálfstæði landsins og man enn hvað "stétt með stétt" og "gjör rétt, þol ei órétt" þýðir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.4.2021 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband