Fyrsta vélknúna flugið á jörðinni var 37 metrar.

Fyrsta flug loftfars á jörðinni; sem var þyngra en andrúmsloftið, flaug fyrir eigin vélarafli með endastöð jafn hárri og flugtaksstað; þetta tímamótaflug stóð í 12 sekúndur og vegalengdin, sem flogin var, var skitnir 37 metrar. 

Ef fyrirhugað flug á mars heppnast, þarf það hvorki að vera langt né standa lengi til þess að verða jafnvel enn merkilegra en flug Whrightbræðra 1903.  

Flugtak tunglfaranna á tunglinu 1969 til að snúa aftur til jarðarinnar stóð að vísu fyrir sínu sem tímamótaviðburður, en flugtak þyrlunnar á mars er hins vegar líkara fyrsta flugi Whrightbræðra að því leyti til að ætlunin er að fljúga á milli tveggja staða á plánetunni sjálfri og nota hinn örþunna lofthjúp þar sem lyftikraft, sem skapaður er með notkun rafafls. 


mbl.is Þyrla flýgur vonandi um Mars á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"nota hinn örþunna lofthjúp þar sem lyftikraft"

Lofthjúpur, þunnur eða þykkur skapar ekki lyftikraft. Þú ert greinilega búinn að gleyma flugeðlisfræðinni sem þú lærðir og hefur ekki uppfært þekkinguna heldur.

Nonni (IP-tala skráð) 19.4.2021 kl. 11:32

2 identicon

Ómar á greinilega við að loftþrýstingur við yfirborð sé lágur á Mars miðað við Jörðina. Þannig að þetta er alveg rétt hjá honum :)

SH (IP-tala skráð) 19.4.2021 kl. 12:00

3 identicon

Spaðar þyrlunnar skapa lyftikraftinn, ekki loftið, sama hversu hár eða lágur þrýstingur loftsins er. Þó svo þrýstingur einhvers lofthjúps væri óendanlega hár, þá er ekki þar með sagt að það takist allt á loft sem er í þeim lofthjúp. Það þarf eitthvað að "spyrna" í lofthjúpinn og það eru þá þyrluspaðarnir. Á móti kemur að loftmótstaðan væri óskaplega mikil í þessum sama þrýstingsmikla lofthjúp. Þetta er það sama og gildir um vökva, það þarf skrúfu skipa til þess að búa til kný og knýja skipin áfram.

nonni (IP-tala skráð) 19.4.2021 kl. 14:30

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

...nota hinn örþunna lofthjúp þar sem "viðspyrnu" væri kanski betur orðað

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2021 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband