21.4.2021 | 21:35
Þetta er alveg nýtt og öðruvísi á hjóli.
Það gildir um mörg stórbrotin náttúrufyrirbrigði að þau geta sýnt á sér svo margar hliðar eftir árstíðum, að hver heimsókn verði öðruvísi en aðrar og því mikilsverðar.
Þetta á ekki síður við frægustu djásnin en hin minna þekktu, svo sem þau fjögur, sem nú hafa verið valin í sambandi við heildstæða nálgun undir heitinu Vörður og kynnt var í gær.
Síðustu fimn ár réði tilviljun því að í gang fór atburðarás hjá síðuhafa, sem leiddi það af sér að ferðast ekki eingöngu um landið á bílum og flugvélum, heldur að bæta við heimsóknum á hjólum af þremur gerðum, rafreiðhjólinu Náttfara (Dyun), léttbifhjólinu Létti (Honda PCX léttbifhjól 125 cc) og rafknúna léttbifhjólinu Léttfeta (Super Soco LUx).
Á þessum þremur hjólum, sem kostuðu ný frá 250 þús krónum upp í 500 þúsund og samtals rúmlega milljón, hefur verið farin um 20 þúsund kílómetra vegalengd um allt land, allt til Ísafjarðar ó norðvestur, Siglufjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og Hornafjarðar í austurátt og einnig ekinn Gullni hringurinn.
Í öllum þessum ferðum varð upplifunin svo ólík því sem áður var, að það var eins og að koma í fyrsta sinn.
Strax í ferð á rafreiðhjóli frá Akureyri til Reykjavíkur var það ógleymanlegt að líða hljóðlaust eftir þjóðveginum.
Þávar hægt að heyra lækjarnið og fuglakvak, auk þess að fá alveg nýja sýn á þetta kunnuglega umhverfi á þetta litlum hraða og án minnstu truflunar vegna hávaða farartækisins.
Ekki minnkaði ánægjan við það að lækka ferðakostnaðinn og ekki síst orkukostnaðinn ofan í örlítið brot af því sem er í bílferðum.
Orkukostnaður rafreiðhjólsins er 10 krónuaur á 100 kílómetra, eða 43 krónur frá Akureyri til Reykjavíkur.
Á rafknúna léttbifhjólinu 30 krónur á hundraðið eða 120 krónur frá Akureyri til Reykjavíkur.
Og á bensínknúna hjólinu 500 krónur á hundraðið eða 1950 krónur frá Akureyri til Reykjavíkur.
Hraði þessara þriggja hjóla er misjafn.
Rafreiðhjólið er smiðað fyrir 30 km hraða en getur eins og önnur reiðhjól náð mun meiri hraða niður brekkur á þjóðvegi.
Rafknúna léttbifhjólið er hægt að skrá í tvo mismunandi flokka, annars vegar 45 km/klst flokki sem samsvarar 50cc bensínhjóli, en líka í 54 eða 64 km flokk sem samsvarar 125 cc bensínflokki.
Léttbifhjóli með 125 cc hreyfli ná allt að 110 km hraða og hjólið Léttir sést á myndinni við Jökulsárlón í einni af mörgum ferðum þess hjóls um alla hluta landsins.
Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Jökulsárlón fyrstu Vörðurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.