Fram að þessu hefur það verið höfuðatriði í friðunaraðgerðum í íslenskri landhelgi að sú friðun hafi stærð og nýtingu fiskistofnanna sem aðalatriði í aðgerðum.
Þetta hefur að minnsta kosti verið svo áberandi í umfjöllun í fjölmiðlum að í minningunni minnist fólks ekki annars.
Á umhverfisþingi í dag var greint frá samkomulagi, sem dönsku náttúruverndarsamtök og samtök sjómanna (kannski líka útgerðarmanna, en það var ekki nefnt) hafa náð um að hefja sérstaka friðun svæða í landhelginni, ekki endilega bara begna fiskistofnanna einna, heldur með almenna vistfræði og vistkerfi í huga.
Byrjunrskrefið er friðun á 10 prósent landhelginnar, en stefnt að frekari friðun víðsvegar um landhelgina.
Séu miklir hagsmunir og sjónarmið í húfi hjá Dönum hlýtur slíkt að eiga enn meira við hjá okkur og getur orðið fróðlegt að sjá hvernig Danir spila úr sínum spilum.
Hér á landi hefur til dæmis verið umræða um þann skaða lífríkinu á hafsbotni sem notkun botnvörpu hefur, og væri fróðlegt að skoða og bera saman sambærileg svæði hjá Dönum og okkur.
Beint: Tólfta Umhverfisþingið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.