Furðu fjölbreytt stórsýning í tiltölulega stöðugu og litlu eldgosi "gígastjakans".

Eldgosið í Geldingadölum varpar ljósi á það að stundum eru það frekar gæðin en magnið sem skipta mestu máli. Hraunrennslið hefur ekki farið yfir tíu rúmmetra á sekúndu og meðalrennsli frá upphafi telst vera um 5-7 rúmmetrar sem er helst sambærilegt að rúmmáli til við rennsli Elliðaánna í Reykjavík. 

Og samanburðurinn við Holuhraungosið 2014 til 2015, sem bar með hundrað sinnum meira hraunrennsli, er sláandi á pappírnum

En lífleg og fjölbreytileg atburðarasin á "gígastjakanum", sem myndast hefur ofan á kvikusprungunni þarna undir, hefur með hjálp ágengra drónamynda og nærmynda og beinna útsendinga allan sólarhringinn, gert þetta skrautlega gos að einstökum sýingarsal fyrir alla veröldina og í meinleysi á þægilegasta stað Reykjanesskagans verið tákn um þær miklu öfgar fegurðar og ógnar, sem hin einstæða náttúra landsins okkar felur í sér.

Síðustu dægrin hefur gosið boðið upp á kunnuglegt stef Kröfluelda, Heimaeyjrgossins og fleiri gosa á gossprungum, þar sem gosvirknin færir sig smám saman yfir í einn gíst, sem er stærstur og verður að lokum einráður í virkni og uppbyggingu sjálfs sín og hraunsins sem frá rennur. 

Óvissan um framhaldið viðheldur síðan spennunni í þessari yfirlætislitlu stórsýningu.  


mbl.is Mikil ákefð í eldgosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband