10.5.2021 | 19:51
150 hektarar eru 1,5 ferkílómetrar.
Það er viðburður að sjá hekturum breytt í ferkílólmetra í fréttaflutningi í fjölmiðlum og getur skortur á slíkri sjálfsagðri þjónustu staðið í vegi fyrir því að því frumskilyrði í fjölmiðlun sé fullnægt að veita sem bestar upplýsingar sem varpi ljósi á málavexti.
Það er nefnilega talsverður munur á því að nefna eingöngu flatarmál í hekturum innanlands og ekki síður erlendis þar sem hin stóra tala hektaranna veldur því oft að flest fólk fær ekki hina minnstu hugmynd um umfang þess sem um er rætt.
Það er engin afsökun fyrir fjölmiðlafólkið að segja að almenningur geti auðveldlega breytt risa hektaratölu í ferkílómetra með því að taka tvo tölustafi aftan af stóru tölunni.
Ef þetta er svona auðvelt er þess meiri ástæða fyrir fjölmiðlafólkið, sem fjallar um þessi mál að breyta tölunum sjálft í upphafi; sjálfsögð þjónusta fyrir neytandann.
150 hektarar sýnist nokkuð stór tala, en samsvarar þó aðeins einum og hálfum ferkkílómetra, sem er álíka stórt svæði og Reykjavíkurflugvöllur tekur.
Meira en 20 ár eru síðan áhugamaður um ræktun hamps reyndi að koma þessari nýbreytni á framfæri, og virtist margt í því líta afar vel út og eiga erindi inn í þjóðarbbúskapinn.
Fréttin með 150 hekturunum sýnir því frekar að það þurfi að bæta hressilega í við að koma hamprækt á framfæri heldur en að það fái rólegan framgang.
Ræktun á iðnaðarhampi fimmfaldast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.