11.5.2021 | 00:38
Opið eldgos á 35 kílómetra færi.
Þótt loka þurfi fyrir aðgengi að eldgosinu við Fagradalsfjall þegar loft verður þar of eitrað, þarf það ekki trufla neitt að ráði nú um miðnæturskeið fyrir þá sem .
Nei, gosbjarminn blasir við að baki Keilis þegar staðið er við stofugluggann í 35 kílómetra beinnar loftlínufjarlægð, svæfir mann með fegurð sinni og tign og getur orðið á undan morgunsólinni í fyrramálið til að kveikja ljós og láta roða fyrir nýjum degi.
Roðalitaður mökkurinn stendur upp úr sjónsviði myndavélarnnar þar sem hann rís til himins.
Lögreglan lokar gosstöðvunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fróðlegt væri að vita hvaða gastegundir þrýsta gjóskunni upp með svona miklum krafti.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.5.2021 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.