Fyrir réttum 80 árum: 16.maí 1941, einn af tímamótadögum þjóðarinnar.

Lýðveldið Ísland var stofnað 17. júní 1944 en endanleg ákvörðun um það að stofna leggja niður konungsríkið og taka upp lýðveldi í samræmi við heimild til þess í Sambandslagasamninginn við Danmörku 1918 var tekin á Alþingi föstudaginn 16. maí 1941. 

Næsta skref var stigið 17. júní 1941 með stofnun embættis ríkisstjóra Íslands. 

Þessa vordaga var árið, sem öll helstu hernaðarveldi heimsins, að Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Japan meðtöldum drógust öll inn í stríðið. 

Við Miðjarðarhafið sóttu herir Þjóðverja fram á Balkanskaga og í Norður-Afríku, og Þjóðverjar voru á fullu við að undirbúa mestu hernaðarinnrás sögunnar í Sovétríkin sem brast á 22. júní. Japanir réðust á Pearl Harbour 7. desember. 

Á Íslandi stefndi í að Bandaríkjaher tæki við af Bretum í júní og tveimur dögum eftir yfirlýsingu Alþingis um komandi lýðveldi lögðu þýsku herskipin Bismarck og Prinz Eugen upp frá Gdynia í leiðangur og stærstu sjóorrusti stríðsins á Atlantshafi suðvestur af Íslandi. 

Ákvörðunin 16. maí varð endanleg, ekki spurning um hvort, heldur um stofunardag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Ekki hefur mikið verið fjallað um stríð Ítala og Grikkja 1940 til 1941 og inngrip Hitlers í það. Þó gæti það hafa haft úrslitaáhrif á gang styrjaldarinnar.

Mussolini réðst inn í Grikkland frá Albaníu, 28. okt. 1940, en hana hafði hann hertekið árið áður. Er skemmst frá því að segja að hann átti í miklu basli með Grikkina sem ráku Ítali til baka inn í Albaníu.

Svo fór að Hitler skakkaði leikinn og gáfust Grikkir upp fyrir honum, nema Krítverjar, en þá voru Bretar komnir til Krítar. Á endanum tókst Þjóðverjum þó að hertaka eyjuna með fallhlífarherliði en það kostaði miklar mannfórnir. Mér er í minni að einhver hafði á orði að "flest vildi hann heldur en að vera þýskur fallhlífarhermaður á Krít"

Getur verið að sá herleiðangur hafi tafið og jafnvel haft áhrif á "Unternehmen Barbarossa"?

Hörður Þormar, 16.5.2021 kl. 16:49

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar Júgóslavar risu gegn leppstÞórn Þjóðverja í hallarbyltingu án blóðsúthellinga 27. mars reiddist Foringinn mjög og fyrirskipaði gerð hernaðaráætlunarinnar Bestrafung (refsing) og fólst í því að taka Balkanskagann í innrás og jafna hina vopnlausu Belgrað við jörðu og drepa þar 17 þúsund manns í langversta stríðglæp sögunnar fram að því. 

Balkanherferðin seinkaði Barbarossa um sex vikur frá 15. maí til 22. júní og þessi sex vikna töf ásamt jafn langri töf í sókninni til Moskvu voru sem betur fer mistök sem ollu ósigri Þjóðverja í Orrustunni um Moskvu í desember. 

Ómar Ragnarsson, 16.5.2021 kl. 23:18

3 identicon

Ef ég man rétt snérist Pétur konungur Júgóslavíu, sem þá var mjög ungur, gegn Hitler með þessum afleiðingum.

Þjóðverjar komu svo upp útvarpsstöð, "Soldatensender Belgrad", með afþreyingarefni fyrir þýska herinn sem Hitler hafði sent til  Lýbíu, til aðstoðar Mussolini sem nú átti í mesta basli með Breta. Einkennislag þessarar stöðvar var Lili Marlene, sem var ekki síður vinsælt hjá Bretum en hjá Þjóðverjum. Það mun hafa verið eitt vinsælasta dægurlag styrjaldaráranna:                           1939 Lale Andersen - Lili Marlene (original German version)           

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.5.2021 kl. 14:52

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Árásin á Belgrad var versta loftárás sögunnar, en ekki má gleyma þjóðarmorði Tyrkja á Armenum í Fyrri heimsstyrjöldinni. 

Ómar Ragnarsson, 17.5.2021 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband