Vetrarvertíðarlok og vinnuhjúaskildagi leiddu ömmu og afa saman.

Allt fram á okkar daga voru vertiðarlok á Suðurlandi 11, maí, en vinnuhjúaskildagi 14. maí. 

1918 fór afi, Þorfinnur Guðbrandsson, þá 28 ára, gangandi af stað úr Garðinum áleiðis austur á Síðu með vertíðarlaun sín til að afhenda þau húsbónda sínum og þiggja í staðinn húsaskjól og mat þar til næsta vertíð byrjaði 1919. 

Þannig hafði hans líf sem vinnumanns frá unglingsárum verið fram að því. 

Nú var komið skipið Skaftfellingur til sögunnar, sem flutti hann milli Vestmannaehyja og Víkur. 

í Eyjum kom um borð 22ja ára gömul stúlka, Ólöf Runólfsdóttir, sem var á svipaðri vegferð, úr vist í Eyjum austur til Svínafells í Öræfum þar sem hún hafði verið tekin í fóstur sjö ára gömul. 

Svo virðist sem þau Ólöf og Þorfinnur hafi fellt hugi saman um borð, því að þetta ferðalag milli Eyja og Víkur varð upphafið að sambúð þeirra meðan bæði lifðu. 

Í október gaus Katla og olli miklumm búsifjum og umróti í Skaftafellssýslu og Þorfinnur og Ólöf voru meðal þeirra sem fluttu til Reykjavíkur. 

Ofangreint er eitt af ótal dæmum um það hvernig dagarnir tveir, 11. og 14. maí, settu mrk sitt á þjóðlífið alveg fram til 1983, þegar farið var í það að koma á kvótakerfinu, sem gerbylti mörgu í sjávarbyggðum landsins, meðal annars því að nú hvarf sá ljómi sem verið hafði í kringum aflakónga landsins. 

Og vart þarf að geta alls þess sem fylgt hefur kvótakerfinu til okkar tíma. 


mbl.is Lokadagur liðin tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband