17.5.2021 | 07:20
Snjóflóðamiðstöðin í Davos og svæði erlendis.
Þegar norskur snjóflóðasérfræðingur var kallaður til Ísafjarðar 1994 eftir mannskætt snjóflóð á Seljalandsdal var það í fyrsta sinn, sem slíkt var gert að því er best er vitað.
Hann rak í rogastans við að sjá hvað var að gerast víða í fjórðungnum, en var vinsamlegast beðinn um að vera ekki að skipta sér af öðru en því sem hann var ráðinn til að gera á Ísafirði.
Í framhaldinu dundu snjóflóðinn yfir á næstu tveimur árum, á Súðavík, Flateyri og í Reykhólasveit með manntjóni og einnig öll hin snjóflóðin, í Súgandafirði, á Súðavíkurhlíð, í Bolungarvík, innst í Dýrafirði o. s. frv.
Í fréttaferð til hinnar heimsþekkktu snjóflóðastöðvar í Davos eftir snjóflóðin í Bolungarvík blasi við fjölþættur árangur margvíslegra aðgerða í snjóflóðavörnum, og hafa ýmsar þeirra verið athugaðar hér á landi, en ekki allar.
Þrátt fyrir aukna þekkingu og reynslu hér á landi vaknar spurningin um það, hvort það væri ekki rétt að skoða að nýju það helsta í þessum málum erlendis, þar sem menn hafa margfalt lengri reynslu en hér.
Snjóflóðaratsjá loki veginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veðurstofan sinnir ofanflóðamálum mjög vel.
Starfsfólkið fylgist vel með því gerist erlendis og leggur einnig mikið til málanna.
Aðkoma pólítíkusa er stundum til bölvunar bæði á lands- og heimavísu en margir þeirra sanda vel sína vakt.
SH (IP-tala skráð) 17.5.2021 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.