17.5.2021 | 19:14
Fornar ógnir, eldgos og farsóttir, berja að dyrum. Efla þarf rannsóknir og viðbúnað.
Það er sérkennileg tilviljun að tvö fyrirbrigði frá fyrri öldum Íslandssögunnar, eldgos og farsóttir, skuli gera sig heimakomin hjá þorra þjóðarinnar við sunnanverðan Faxaflóa á nákvæmlega sama tíma eftir um átta hundrað ára hlé varðandi eldgosin.
Þótt gosið við Fagradalsfjall kunni að verða bæði lítið og ekki ýkja langvinnt, verður æ líklegra, að samt marki það upphaf nýrra alda, kannski fimm, sem marka það sem sett var fram strax í upphafi þessa goss varðandi þann nýja veruleika.
Eitt atriði í þeim efnum er að efla stórlega þær rannsóknir á möguleikum við viðbúnaðar, sem settar voru á blað fyrir tæpum þrjátíu árum, en voru ekki framkvæmdar að neinu marki, til dæmis á nyrsta hluta óróasvæðisins sem er næst þéttbýlustu og fjölmennastu byggðar landsins.
Gosið marki upphaf nýrra Reykjaneselda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.