18.5.2021 | 00:16
Ofurefli kaffærandi falsfrétta er vaxandi ógn.
Þegar netið með öllum sínum nýju möguleikum til miðlunar upplýsinga og skoðana ruddi sér til rúms í upphafi þessarar aldar var það fagnaðarefni fyrir þá, sem báru vonir í brjósti um alþjóðlegt þjóðfélag dýrlegrar upplýsingaaldar.
Síðustu árin hefur hins vegar verið að birtast ný mynd yfirþyrmandi ofvaxtar hvers kyns falsfrétta sem er ógn fyrir lýðræðið í heiminum.
Ein birtingarmyndin eru hinar fáránlegustu samsæriskenningar, sem belgjast út í veldisvexti á "lækum" og "deilingum" svo að ekkert fær staðist það heljarflóð.
Hafi einhver haldi að Donald Trump hefði haggast við síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum, sýnir aukið gengi helstu samsæriskenninga hans það, að jafnvel þótt helmingur republikana teljist ekki styðja hann nú, telja 70 prósent fylgismanna flokksins staðfastlega að hann hafi verið rændur yfirburðasigri með stórfelldustu kosnningasvikum sögunnar.
Þetta gæti þýtt það til lengri tíma, að annar frambjóðandi, sýnu snjallari og eitthvað yngri gæti sprottið upp og valtað yfir allt og alla, þótt Trump haldi ekki áfram.
Faraldur samsæriskenninga nær fótfestu í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nýjustu samsæriskenningar eru á þá leið að Covid-19 sé Kínverskt lífeindavopn og nýjasta árás þeirra sé á Indland eftir að Indverjar tóku nýlega þátt í heræfingum með þjóðum við suður kínahaf þar sem Indland er öflugt herveldi og á kjarnorkuvopn, en allt hefur verið á niðurleið hjá kínverjum eftir harðar efnahags aðgerðir Trumps, og það eru til sannanir fyrir því að Kínverjar hafi kostað forsetaframboð Bidens.
Lárus Baldursson, 18.5.2021 kl. 00:32
Og þó að ekki sé um að ræða falsfréttir að þá er alveg
gríðarlega mikið magn af óþarfa vitleysisgangi
sem að er telft fram í öllum fjölmiðlum og er að kaffæra alla miðla.
Jón Þórhallsson, 18.5.2021 kl. 09:39
Ófrægingarherferðin sem hefur verið lengi í gangi varðandi George Soros er ágætt dæmi varðandi það hve magnið og vinnan á bak við slíkt getur kaffært umræðuna.
Einna lengst var gengið í afar "flottri" umfjöllun um þá "staðreynd" að Soros hafi verið fremstur í flokki SS-sveitanna í Ungverjalandi sem drap hundruð þúsunda ungverkskra Gyðinga.
Birt var mynd af Soros með svipuð gleraugu og Heinrich Himmler í hópi þessara verstu drápara mannkynssögunar og birt tilvitnin í orð Soros þess efnis hve yndislegt honum hefði þótt að drepa Gyðingana.
Þessi umfjöllun flaug um allt netið, meðal annars hér á landi, og þótti stórfengleg og samt aðeins lítið brot af öllum þeim óhroða, sem vaðið hefur uppi um Soros.
Smávægileg mistök í upplýsingunum varð til þess að AP-fréttastofan setti í gang rannsókarvinnu varðandi gögnin að baki fréttinni, og hnutu menn fyrst um það, sem fréttardreifendur höfðu gleymt að fjarlægja, en það var fæðingardagur Soros í október 1930, en hreinsanirnar í Ungverjalandi hófust sumarið 1944, þannig að Soros var aðeins þrettán ára þá.
Annað var eftir þessu í "fréttinni" svo sem orðrétt ummæli, höfð eftit Soros.
Í ljós kom meint ummæli hans voru "orðrétt þau nákvæmlega sömu og Oscar Gröningen, einn alræmdasti forsprakki SS-manna, kallaður "tha bookkeeper from Auswitch" sagði í réttarhöldum yfir honum.
En vegna þess að AP-fréttastofan fellur undir skilgreiningu óvina Soros sem "falsfréttamiðlar" og hefur verið síbylja í mörg ár, drukknar það að sjálfsögðu og kaffærist í flóði ófrægingarfréttanna um Soros.
2
Ómar Ragnarsson, 18.5.2021 kl. 12:26
Það þarf náttúrulega fábjána Ómar, til að átta sig ekki á þessu með aldur Soros á dögum nets og gúggúl.
En að AP fréttastofan hafi sett á stað rannsóknarvinnu til að hafa vit fyrri fábjánunum segir kannski meira en mörg orð um hvaðan falsfréttirnar eru upprunnar.
Magnús Sigurðsson, 18.5.2021 kl. 19:42
Sælir!
Já satt er það að rugl og samsæriskenningar tröllríða samtímanum. Það var minnst á Trump en ekki á lygaþvættinginn og samsæriskenningrnar sem um hann hafa spunnist.
Menn tala um þjóðarmorð á Palestínumönnum þó að þeim fjölgi meir en flestum öðrum bæði í Palestínu og í íslömsku sæluríkjunum þar sem þeir er taldir réttlitlir flóttamenn mann fram af manni.
Gamli vinnustaður síðuhaldara, RÚV, er orðin ein helsta lygaveitan sem til er á íslensku. Öllum á að finnast það sama og þá verður til sannleikur. Svona svipað hugarfar og hjá Hitler, Stalín og Maó.
purri (IP-tala skráð) 19.5.2021 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.