18.5.2021 | 19:39
65 ára saga tvöfaldrar stefnu í varnarmálum.
Það er löngu liðin tíð siðan nokkur maður hrekkur við þótt ríkisstjórnarflokkur á Íslandi ítreki andstöðu sína við stefnu stjórnarinnar í varnarmálum en styðji ríkisstjórnina samt.
Einu sinni hefur það gerst, 1946, að ólík stefna stjórnarflokkanna leiddi til stjórnarslita, vegna samnings við Bandaríkin um að þau fengju að hafa aðstöðu á hinum nýbyggða Keflavíkurflugvelli fyrir flutninga sína yfir Atlantshafið, en þó voru engir hermenn leyfðir.
1956 urðu að vísu stjórnarslit vegna ályktunar Alþingis á vordögum um að segja upp samningi um varnarlíð á vellinum frá 1951, en í þetta sinn stóðu Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn með Sósíalistum að þessri nýju varnarstefnu nýrrar vinstri stjórnar.
Þótt nokkur átök yrðu meðal stjornarflokkanna um landhelgismálið og varnarmálin 1958, slitnaði þó ekki upp úr upp úr stjórnarsamstarfinu vegna þeirra, heldur vegna efnahagsmála.
1971 endurtók leikurinn frá 1956 sig með myndun vinstri stjórnar, sem hafði það á stefnuskrá sinni að láta varnarliðið fara úr landi í áföngum.
Ekkert varð þó af því, heldur slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu vegna efnahagsmála.
Enn var stofnuð vinstri stjórn 1978 en í þetta sinn þótti ekki taka því að hafa neitt ákvæði um herinn, þótt andstaða við NATO brottför varnarliðsins væri á stefnuskrá Alþýðubandalagsins.
Sama varð uppi á teningnum 1988, að aðild Alþýðubandalagsins að stjórn 1988 til 1991 hafði, þrátt fyrir yfirlýstrar andstöðu við NATO, engin áhrif á utanríkissstefnu Íslands.
Í vinstri stjórninni 2009 til 2013 stóð íslenska stjórnin að árásum NATO flugvéla í Líbíu þrátt fyrir aðild Vinstri grænna að stjórninni.
Hér hafa verið nefnd alls fimm dæmi um það, að þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu við NATO og varnarliðið hafi Alþýðubandalagið í raun stutt utanríkisstefnu í ríkisstjórn þótt hún hafi verið í andstöðu við stefnu flokksins.
Í núverandi stjórn er svipað fyrirbæri orðað þannig, að Vinstri græn styðji þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnarinnar sem hún er í forystu fyrir.
Í öll þessi sex skipti er skýringin sú, að alltaf er um samsteypustjórniar að ræða, þar sem allir stjórnarflokkarnir verða að slá af ýmsum stefnumálum sínum.
Hallgrímur Helgason orðaði þetta fyrirbæri eitt sinn þannig, að áratugum saman hefði hann gætt þess að kjósa ekki Framsóknarflokkinn, en í öll skiptin hefði hann samt í raun stutt þann flokk til valda með atkvæði sínu!
Þóttist vera jarðfræðingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.