Elstu minningar áttræðra um stríð og hryðjuverk. Begin og Bernadotte.

Elstu minningar margra áttræðra Íslendinga um stríð og hryðjuverk eru tengdar styrjaldarátökum Ísraelsmanna og Palestínumanna 1948 til 1949.  

Gagnstætt því sem síðar varð voru það Ísraelsmenn á borð við Menachim Begin, sem voru brautryðjendur í hryðjuverkum þar sem jafnvel hótel urðu skotmörk. 

Sameinuðu þjóðirnar sendu hinn mikla friðarins mann Folke Bernadotte, sænskan greifa, sem sáttasemjara, en hann hafði bjargað lífi tugþúsunda Gyðinga í lok Heimsstyrjaldarinnar.

Öfgamennn meðal Gyðinga drápu Bernadotte fyrir að vinna gegn loforði Guðs um hið fyrirheitna land hinnar Guðs útvöldu þjóðar með því að leita sátta um land sem hinir útvöldu höfðu verið hraktir frá næstum tvö þúsund árum fyrr. 

Næst gerðist svipaður atburður í Ísrael 1995, þegar Ytzhak Rabin forseætisráðherra og varnarmálaráðherra Ísraels var skotinn eftir að hafa gert friðarsamkomulag við Palestínumenn. 

Þótt palenstínskir hryðjuverkamenn hefðu milli 1948 og 1995 verið athafnasamir, voru það ekki þeir sem drápu varnarmála- og forsætisráðherrann, heldur Ísraelsmenn sjálfir, öfgamenn sem vísuðu í trúarrit sín varðandi það, að hver sá væri réttdræpur, sem hopaði í þeirri trúarlegu skyldu að allt "Landið helga" skyldi verða eign ísraelskra ¨"landnema". 

Það leið hátt á aðra klukkustund sem Rabin barðist fyrir lífi sínu eftir árásina, en þegar morðinginn frétti af endalokunum, brast hann í mikinn hlátur og fögnuð. 

Sprengjuregn yfir Gaza á sama tíma og hófstillt sprengisýning er í Júróvisionlagi Ísraels, hlýtur að lita það sem kynnir segir þegar yfir stendur sú "réttlátu" hefndaraðgerð að drepa að minnsta kosti 20 Palestinumenn fyrir hvern einn Ísraelsmann sem felldur er, helst fleiri.  

 


mbl.is Sagði kynningarnar ekki pólitíska pistla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Samkv. Veru Illugadóttur var Abba Kovner ísraelst skáld og rithöfundur. Mottó hans var: "Gyðingar, látið ekki reka ykkur eins og lömb til slátrunar".          Á nóttunum var hann vís til að reka rosaöskur upp úr svefni svo að hann var vart í húsum hæfur.

Á stríðsárunum leyndist hann  úti í skógum Litháens, ásamt nokkrum Gyðingum sem hafði tekist að sleppa út úr gettói. Þaðan gerðu þeir  Þjóðverjum ýmsar skráveifur og rændu bændur mat sér til viðurværis.

Eftir styrjöldina ætlaði hann drepa sex milljón Þjóðverja í hefndarskyni fyrir sex milljón Gyðinga.

Sem betur fer höfum við aldrei upplifað alvöru stríð.

Hörður Þormar, 19.5.2021 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband