Löngu tímabær ókomin bylting hér, sem er hafin í Evrópu.

Í Japan varð ákveðin bylting í borgarsamgöngum fyrir 50 árum, þegar teknar voru upp miklar ívilnanir fyrir bíla, sem voru minna en 3ja metra langir og 1,30 m á breidd, svokallaðir kei-bílar. DSC09544 DSC00200

Bíllinn á myndinni hér er hins vegar kínverskur að uppruna, en framleiddur í Evrópu, rafknúinn borgarsmábíll sem er 2,80 x 1,5 m, Invicta ZD2S. 

Japanir voru framsýnir fyrir hálfri öld, og sáu fram á að að í byltingarþeir gætu ekki leyst umferðarteppur borganna nema að fjölga bílum sem tækju helmingi minna rými en meðalbílar. 

Þar og annars staðar, til dæmis hér á landi, er aðeins rúmlega einn maður að meðaltali um borð í hverjum bíl. DSC09543

Þessi leið Japana bjargaði umferðinni þar í landi og er enn í gildi þótt kei-bílarnir séu nú 3,40 x 1,48 m. Slíkir bílar hafa auðveldlega rými fyrir fjóra án þess að það kosti óviðráðanleg þörf fyrir risa gatnamannvirki, auk þess sem útblástur er minni og allur kostnaður. 

Auk þessa er notkun vespuhjóla stór þáttur í lausn borgarumferðarvandans bæði í Evrópu og Asíu. 

Hér á landi ríkja því miður enn furðuleg viðhorf gagnvart slíku.DSC09539

Það sést á því, að maður, sem flutti inn rafhlaupahjól og rafvespur í fyrra, seldi hlaupahjólin í þúsundatali, af því að þau væru svo hipp og kúl og þar að auki rafhjól sem hægt er að aka á allt að 60 km hraða. DSC00201

Þau hjól voru af tveimur megingerðum, vespulaga með möguleika fyrir því að hafa meðferðis farangur sem tæki allt að 60 lítra rými, en hins vegar hjól með svipuðu lagi og bifhjól voru á sjötta áratug síðustu aldar og me

Slatti seldist af þessum síðarnefndu af því að þau þættu svo "hipp og kúl". Vespuhjólin, nytsönust allra, seldust lítt af því að fólki fannst þau svo "barnaleg", sama fólkið og fannst hlaupahjólin svo hipp og kúl !Citroen Ami

Fjöldi nýrra rafbíla af nýjum smávöxnum rafbílum er að koma á markaðinn í Evrópu og framúrstefnulegastir eru bílar með útskiptanlegum rafhlöðum. 

Framleiðsla á tveggja sæta bílnum Citroen Ami sem mynd er af hér við hliðina, er þegar hafin og yrði verð hans hér líklega rúmlega ein milljón milljón króna en engar áætlanir um að flytja hann inn. 

Hann er snilldarlega hannaður til þess að halda verðinu niðri, þótt hann sé bæði með gott skjól og rými fyrir tvo; til dæmis eru báðar hliðar hans nákvæmlega eins og sömuleiðis framendinn og afturendinn.  DSC09546

Gott er að heyra að BL ætlar að flytja inn Invicta ZD2S og brjóta hinn furðu lífseiga ís í þessum málum, sem hefur verið við lýði hér á landi.

Tveir álíka stórir ítalskir rafknúnir borgarsmábílar af gerðinni Tazzari Zero voru fluttir til landsins 2016 og hefur síðuhafi notað annan þeirra síðan 2017 með góðum árangri. 

Myndin var tekin í dag þegar skroppið var niðurí BL til að kíkja á Invicta bílinn. 

Hann er afar vel búinn miðað við bíla af svipaðri stærð og verð og ýmislegt vinnst með hærra seti sem gefur betra útsýni og stærri rafhlöðu. 

Með því að hafa rafhreyfilinn fremst í bílnum, fæst meira rými fyrir farangursgeymsluna aftast. 

Hins vegar hefur ekkert af hinum hefðbundnu stóru bílaumboðum tekið áður upp innflutning á svona bílum en það hlýtur á endanum að vera forsenda fyrir framförum að öflugt umboð með þróað sölu- og viðhaldskerfi komi til skjalanna í því efni. 

Í sumum nýju evrópsku bílunum sem eru að koma, eru útskiptanlegar rafhlöður, og sæti fyrir tvo sett niður með annað fyrir aftan hitt, sem er stór tæknilegur kostur, en með borgarsmábílnum Invicta er farin minna byltingarkennd leið sem jafnframt er líklegri til árangurs af því að hún er venjulegri; tveir sitja í góðum þægindum hlið við hlið og það er nógu stórtDSC00203 farangursrými fyrir aftan þá, og völ á öllum þeim þægindum, sem flestir bílar eru boðnir með. 

Fyrir bragðið verður verðið meira en tvöfalt hærra en á Citroen Ami en þó milljón krónumm lægra en á Volkswagen e-UP. 

Invicta er með sömu stærð af rafhlöðu og e-Smart en en er miklu léttari en Smart, aðeins rúm 700 kíló, þannig að giska má á um 130 km drægni, álíka mikla og var á fyrstu kynslóð Nissan Leaf. 

Hámarkshraðinn, um 90 km/klst passar alveg við íslenskar aðstæður, og hægt að leggja tveimur bílum í eitt stæði, bæði langsum og þversum.  


mbl.is Taka við umboði Invicta Electric rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Bara svona dísel eða bensín fyrir mig,

Halldór Jónsson, 19.5.2021 kl. 16:51

2 identicon

https://www.facebook.com/photo/?fbid=10226385961263502&set=a.4931527774146&__cft__[0]=AZUZU-CfDAtbXtcG3MUBI9aVGawu0Ff8d-_1ALaKujVI5OzNy7UbOVbcUE3v4Fs6VLNZWJrYXqaan0lgPpFX_TzY24G4C_nWkpvHHeNbWvYU3bOrcnYKiYDcD0xFBRT1qCOZub6pRhIvkGJaXOjvNb4i4bGE1hTjBiRqvpBk5swRXw&__tn__=EH-y-R, Má bjóða þér svona, Halldór? gengur fyrir metani.cool 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 20.5.2021 kl. 08:35

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Halldór, segjum tveir.  Ég Garðhreppingurinn norðan undan Hraunsholti og sunnan við læk, öðlaðist frelsi þegar ég eignaðist skellinöðru og gat fljótt og öruglega heilsað uppá vini mína í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík, og svo fórum við líka að skoða stelpur á Laugavattni og víðar, það var gaman!!! Svo kom mótorhjól og síðan bílar þar sem að þegar stúlkurnar þroskuðust þá fanst þeim betra að hafa sæti undir bossanum heldur en harðan bögglabera.

Ég hefði ekki boðið í þetta með rafknúnum bí líkum þeim sem hún Andresína Önd ekur venjulega á. með þeirri tækkni þá hefðu stúlkurnar verið orðnar gamlar og þreittar þegar á laugarvatn væri komið og þarmeð sparkað frá sér væri enhvað reynt að þreiva. 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 20.5.2021 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband