Þegar til fullt af svona byltingarfarartækjum; rafknúnum léttbifhjólum.

Augljóst er af myndum og frásögnum af rafknúnu léttbifhjóli Husquarna, að þetta farartæki fellur alls ekki undir skilgreininguna rafhlaupahjól. 1275210

Skiljanlegt er að misskilningur komi upp um þessi mál, sem eru svo ný af nálinni hér á landi. 

Þetta komandi Husquarna farartæki er með sæti fyrir tvo og er afar svipað og tugir stórgóðra rafkúinna léttbifhjóla, sem eru á boðstólum um allan heim, meðal annars hér á landi. 

Kínverska hjólið Niu er þar framarlega í flokki og einnig Gogoro frá Tævan. Myndin er af einu slíku við einn af 757 rafhlöðu útskiptikössum í Tæpei, höfuðborg Tævans. Hámarkshraði þess er 80 km/klst. Útskipti Gogoro

Flest þessara hjóla miðast við 45 km hámarksrhaða og hafa sæti fyrir tvo eins og Husquarna hjólið auk möguleika á farangurskassa að aftan og farangurspoka á stýri. 

Lykilatriðið í hreinni hjólabyltingu á þessu sviði er að rafhlöðurnar eru útskiptanlegar. 

En mörg eru líka í flokki fyrir ofan með 55, 60, 70, 80 og 90 km hraða. 

Nýjasta Super Socohjólið CPx er æðislegt hjól með 90 km hámarkshraða. Léttfeti við Gullfoss

Hér á landi hafa verið seld hjólin Super Soco LUx og Yadea Enox, og hér á síðunni hefur hið fyrrnefnda verið tekið til kostanna í ferðum allt upp í Borgarfjörð og um Gullna hringinn með drægni allt að 132 kílómetra.

Myndin er af slíku hjóli í þeirri ferð, tekin við Gullfoss.   

Mikið verk er óunnið í að kynna möguleika þesara hjóla eins og sést á þeim misskilningi að hjól af þessu tagi séu rafhlaupahjól. 

Þau hjól af sömu stærð og komandi Husquarna rafhjól, sem þegar eru komin í notkun hér á landi, eru skoðuð, skráð og tryggð í sömu flokkum léttra bifhjóla og bensínknúin hjól með 50 cc eða 125 cc bensínhreyflum.  

Það er gert vegna þess að farartæki, sem tekur tvo í sæti auk farangurs er langt frá því að vera rafhlaupahjól. 


mbl.is Rafhlaupahjól Husqvarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband