Grímsvötn: 12 af 15 mögulegum?

Ef gosið við Fagradalsfjall fær 10 af 10 mögulegum í samkeppni við önnur eldgos á jörðinni, er hægt að rökstyðja það ef mælikvarðinn er ekki settur hærra en í samkeppni við þau eldgos, sem eru samanburðarhæf samkvæmt mælikvarða þar sem aðgengi, langlífi, myndræn fjölbreytni og rannsóknaraðstaða vísindamanna eru sett á skala eldfjalla, sem ekki eru í neinu samspili við jökulís eða haf. 

Slík umfjöllun er eðlileg miðað við þann sjóndeildarhring og aðstæður sem jarðvísindamenn heimsins, kvikmyndargerðarmenn og fjölmiðlamenn hafa almennt. 

En Ísland hefur þá algeru sérstöðu að eldstöðvakerfi landsins hefur að stórum hluta búið yfir aðstæðum, þar sem eldsumbrot hafa skapað algerlega einstæðar aðstæður, sem hvergi er að finna annars staðar á þurrlendi jarðar. 

Þar ber hæst virkustu eldstöð landsins, Grímsvötn; á svæði þar sem jafnframt hefur verið að finna stórbrotnustu og einstæðustu átök íss og elds sem fyrirfinnast á jörðinni. 

Á milli eldgosa í Grimsvötnum verður til samfelld stórsýning átaka íssins og eldsins sem kemur og fer í öllum mögulegum tegundum af gufuvirkni, samspili fljótandi íss og sjóðandi vatns. myndun eins konar veðurkerfis snúings jarðar yfir gígum og drukknun eldstöðvarinnar í ísnum að lokum, áður en næsta stóreldgos hefst. 

Síðan má minnast á hin hrikalegu hamfararhlaup úr Grímsvötnum, eins og varð 1996.

Og einnig það að gosin í Grímsvötnum og Bárðarbungu / Holuhrauni eru hundrað sinnum stærri en Fagradalsfjallsgosið.  

Ekkert af þessu er sett á skala samanburðarins, sem eðlilega er viðhafður við Fagradalsfjall, einfaldlega vegna þess að Grímsvötn og Ísland eiga sér engan keppinaut í veröldinni hvað þetta varðar. 

Hvernig gæti algildur skali litið út? 

Og útkoman?

Fagradalsfjall 10 af 15?  Grímsvötn 12 af 15?


mbl.is Tíu af tíu mögulegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband