Langalgengustu stórslys á vélhjólum og skottum vegna ölvunar og hjálmleysis.

Þegar gúglað er um slysatíðni á bifhjólum og rafhlaupahjólum kemur mikill munur á þeim og bílslýsum í ljós. 

Meira en helmingur af banaslysum og alvarlegum slysum á hjólum er vegna ölvunar eða vímuástands, fjórfalt hærri tíðni en á bílum.

Ástæðan er augljós eins og sést á einföldum samanburði:

Ölvaður maður á bíl ekur af stað og lendir á staur, og loftpúði blæs upp sem slysavörn. 

Sami ölvaður maður fer af stað á hjóli og dauðrotast á ljósastaur. 

Næst algengasta orsök banaslysa og alvarlegra slysa á hjólum er að ökumaður er ekki með hlífðarhjálm á höfði, nokkuð, sem augljóslega skiptir miklu minna máli í bíl. 

Þriðja algengasta orsök alvarlegra slysa á hjólum er að vera ekki í klossum með ökklavörn.

Þegar þessar þrjár aðalástæður alvarlegra slysa á hjólum eru lagðar saman kemur í ljós að ef þetta þrennt er í lagi, verður áhættan af því að aka bíl eða hjóli svipuð. 

Í viðtengdri frétt af tveimur rafhlaupahjólsslysum stinga ölvun og hjálmleysi í augun. 

Og nú þegar, í byrjun rafhlaupahjólabyltingarinnar, sýnir talning slysa, að flest slysin af völdum ölvunar. 


mbl.is Slösuðust á rafskútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband