30.5.2021 | 23:17
Ekki má gleyma rányrkjunni í nýtingu þverrandi auðlinda jarðar.
Olíurisarnir eru að byrja á því að finna fyrir þeim hluta af ábyrgðinni sem jarðarbúar bera á þeirri rányrkju sem vinnsla og nýting jarðefnaeldsneysis.
Þegar litið er á línurit yfir olíuöldina, sést að sú öld er aðeins örlítið brot þess tíma sem jarðarbúar hafa lifað, en línan rís eins og ógnarhá súla hátt í loft upp og er nú að byrja óhjákvæmilegt fall sitt niður.
Það óumdeilanlega risavaxna verkefni að bregðast við óhjákvæmilegum óförum í orkubúskap og öðrum búskap mannkyns fellur hihs vegar um of í skuggann af þeirri miklu þrætubókarlist sem blásin er upp um áhrif manna á loftslagshlýnun.
Það hentar afturhaldsöflum að tala sem minnst um olíuófarirnar, af því að þar blasa meginatriði mála við.
Því má vel hugsa sér að stugga líka við olíurisunum í þeim málum ekkert síður en í loftslagsmálum.
Þrefalt högg fyrir olíurisa í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.