Mjög stutt í rafknúna jöklajeppa. Tækifæri fyrir íslenska tækniforystu.

Ruglingslegar skilgreiningr á heitunum "jeppi", "sportjeppi","jepplingur" og "rafjeppi" hafa gert það afar erfitt fyrir kaupendur að átta sig á því hvað sé hvað í þessum efnum.  

Og þetta hefur líka valdið óþarfa tjóni og erfiðleikum þegar menn hafa ætlað að fara á slíkum bílum um jeppaslóðir og stórskemmt þá við það að sá hluti bílanna, sem liggur neðst í þeim og helst eru í hættu á nnjaski, eru rafhlöðurnar. 

Einna lengst gekk auglýsing sem fullyrti, að viðkomandi bíll væri "fyrst rafjeppinn" þótt í hann vantaði afturdrifið og hann væri á engan hátt með veghæð og stutta skögun, sem réttlætti slíkt rangnefni.

Af þessu hefur leitt að menn hafa fórnað höndum yfir því sem einhverju yfirstíganlegu verefni að smíða ósvikinn rafjeppa og meira að segja jöklajeppa. Jeep Wrangler

Þegar eru komnir til landsins fyrstu Jeep Wrangler Unlimited Rubicon tengiltvinnjepparnir sem kosta að vísu tíu millur plús, en með þeim opnast möguleiki til að eiga jeppa, sem aðeins er notaður mjög takmarkað fyrir jöklaferðir, en getur nýst sem rafknúinn að mestu í innanbæjarakstri.  

Tilkoma þessa tengiltvinnbíls sýnir glögglega, að tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að framleiða hreinan rafjeppa. Við gerð slíks jeppa mætti tilildæmis skoða möguleikana á því að hanna sérstaka "orkukerru" með rafhlöðum, sem slíkur bíll gæti dregið á eftir sér, jafnvel knúinn sérstökum drifbúnaði. 

Hér er að birtast tækifæri fyrir okkar færustu menn á þessu sviði til að taka forystu á heimsvísu líkt og gert var með fyrstu jeppaferðunum á Suðurskautslandinu og yfir Grænlandsjökul. 


mbl.is Rafbílar ekki enn tilbúnir fyrir hálendið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Rivian.com

Þeir eru að framleiða pallbíl sem fer 300 mílur+

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 4.6.2021 kl. 19:02

2 Smámynd: Hörður Þormar

Það er erfitt að spá fyrir um hvernig farartækin þróast í framtíðinni.

John B Goodeneugh er sagður enn vera að vinna að þróun rafgeyma í bíla, en hann verður 99 ára í júlí n.k.

Svo er það hin svo kallaða "Kóperníkus áætlun" þar sem unnið að framleiðslu á  "E-fuel", það er fljótandi eldsneyti sem unnið er með umhverfisvænni orku úr CO2 og vetni. Það má nota á allar tegundir bifreiða og flugvéla sem nú eru í gangi.

Loks má nefna nýja aðferð til geymslu á vetni í eins konar pastaformi sem er hættulaust og einfalt í meðförum. Þetta er Magnesíumhydríð (MgH2) og hefur 10x meiri orkuþéttni heldur en Li-batterí.

Það eru því margir möguleikar í boði. 

Hörður Þormar, 4.6.2021 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband