Grímsvatnagosið 2011 var þúsund sinnum öflugra en Fagradalsgosið.

Eftir að hafa fylgst með öllum eldgosum á Íslandi síðan 1961 þurfti ekki annað en að horfa á gosið í Grímsvötnum í návígi úr lofti til þess að átta sig á því, að við blasti öflugasta eldgos síðustu sex áratugi hér á landi; margfalt öflugra en Eyjafjallajökull árið 2010.  

Rennslið í gosinu í Fagradalsfjalli hefur verið milli 5-15 rúmmetrar á sekúndu, en í Grímvötnum 2011 var framleiðslan um 10 þúsund rúmmetrar á sekúndu. 

Þetta kom fram í viðtali í útvarpsfréttum í kvöld við Þorvald Þórðarson prófessor, sem aftur á móti telur hið litla gos sýna á sér miklu fleiri hliðar heldur flest önnur gos hér á landi. 

Ólíkt gosinu við Fagradalsfjall eru Grímsvatnagos öskugos og afar skammvinn. Hins vegar myndi gosið við Fagradalsfjall geta búið til eldfjalladyngju á stærð við Skjaldbreiði ef það entiast í 50 ár. 


mbl.is „Gígurinn að lokast smátt og smátt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband