Tækniframfarir skemma fyrir samanburði á frjálsíþróttaafrekum.

Dæmin um það hvernig tækniframfarir hafa gert íþróttaafrek og íþróttafólk ósambærileg eru óteljandi í sögu íþróttanna. 

Lítið dæmi frá landskeppni Íslendinga og Dana í frjálsum íþróttum sumarið 1950 segir sína sögu. 

Búist var við hörkukeppni og bundu Íslendingar einkum vonir við einn glæsilegasta hóp spretthlaupara, sem nokkur Evrópuþjóð átti. 

Í 200 metra hlaupi 17. júní höfðu fjórir hlaupararar raðað sér í efstu sæti afrekalistans þetta ár með því að hlaupa á 21.5, 21,6, 21,7 og 21,8 sekúndum. 

En fyrsta keppnisgreinin, 100 m. hlaup, í landskeppninni fór herfilega. Báðir íslensku keppendurnir hálf duttu skömmu eftir byrjun og Daninn Shibsbye sigraði. 

Þegar farið var að rannsaka málið kom í ljós að tveir unglingar, sem höfðu komist inn á völlinn fyrr um dagain, höfðu grafið startholur fyrir sig framan við rásmarkið og leikið sér við það að starta úr þeim, og þegar íslensku landsliðsmennirnir hlupu yfir holurnar "spóluðu" þeir í þeim, voru næstum dottnir og komu í öðru og þriðja sæti í mark í stað þess að vinna tvöfaldan sigur. 

Atvikið varpaði ljósi á frumstæðar aðstæður þessa tíma, því að svnefndar startblokkir voru þá ekki komnar til sögu, heldur grófu menn sér startholur sjálfir!  Blokkirnar komu nokkrum árum seinna og þar á eftir fjaðrandi hlaupabreutir úr gerviefninu tartani.

Síðan bættust við hlaupaskór sem ollu svipaðri byltingu og ný gerð af hlaupaskóm er að gera nú. 

Íslandsmet Hilmars Þorbjörnssonar í 100 metra hlaupi, 10,3 sekúndur, frá árinu 1957, ef rétt er munað, stóð í meira en hálfa öld og sýnir best hve góðir íslenskir spretthlaupararar voru.

Fjaðrandi stangir úr sveigjanlegu trefjaefni hækkuðu heimsmetið í stangarstökki úr 4,77 á miðri 20.öldinni í langt yfir 6 metra á tímum ofurstökkvarans Bubka. 

Steratröll lengdu heimsmetið í kúluvarpi um marga metra á sjöunda áratugnum. 

Vísindalegar þjálfunaraðferðir og kastækniatriði eins og snúningur í hringnum í kúluvarpi og stökk á bakinu yfir rána í hástökki gerbyltu þessum greinum. 

Heimsmetið í hástökki hækkaði úr rúmum 2 metrum um 45 sentimetra frá 1956 til 1995. 

Svíinn Stefán Hólm stökk í lokin 59 sentimetra yfir eigin líkamshæð¨!


mbl.is Sló tveggja daga heimsmet - nýir gaddar opna flóðgáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband