Forðum daga, fyrir 60 árum, var útskriftin úr M.R. í nánum tengslum við þjóðhátíðardaginn 17. júní og hvítu kollarnir settu mikinn svip á miðbæinn.
Þá var ekki búið að stofna M.H. og í árganginu sem útskrifaðist úr M.R. 1960 voru innan við hundrað manns samtals.
Þetta var síðasti kreppuárgangurinn; stofnað til hans 1939 að mestu; eins og sést af því, að árið eftir fjölgaði stúdentum stórlega og áfram á hverju ári eftir það.
Svo mikið eimdi eftir af fornri stöðu M.R. stúdenta 1960, að bæði forsætisráðherra og biskup buðu nýstúdentum til sín, og eitthvað ramar mann í sérstaka myndatöku í garði Alþingishússins.
Í fyrra héldu M.R. stúdentar frá 1960 smá samkomu fyrir sig á 60 ára afmælinu þrátt fyrir COVID-19 og sungið var lagið "Svalt að vera stúdentar" sem árgangurinn færði skólanum fyrr um daginn við frumflutning í Háskólabíói og finna má á facebook síðu minni sem hann var settur á á útskriftartímanum nú á dögunum.
Hin nánu tengsl útskriftar og þjóðhátíðar gerði hvort tveggja enn eftirminnilegra en ella, svo að lengi mun lifa í minni.
Fimmtíu ára stúdínur frá MR í fullu fjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.