Auðveldara að hlaða heima en haldið er, en vantar þó aðeins upp á.

Í rafbílabyltingunni liggja möguleikarnir á hleðslu á sífellt stærra svæði, vegna þess að verið er að sinna þörfum mjög mismunandi markhópa, bæði upp á við og niður á við.Super Soco LUx.Villi 

Á þessari síðu hefur aðallega verið reynt að fylgjast með hinni hröðu þróun á tveimur sviðum;  í gerð rafknúinna hjóla, allt frá rafhhlaupahjólum upp í öflug bifhjól hvað hjólin snertir.Invicta DS Tazzari Zero

En einnig frá léttum rafbílum, sem falla undir flokk "léttra fjórhjóla" og "þungra fjórhóla" og upp úr, allt til rafbíla með meira en hundrað kílóvattstunda rafhlöðum og þörf fyrir allt að 40 kílóvatta hleðslu.  

Hvað rafknúin léttbifhjól snertir er stærsti akurinn óplægður hér á ldndi,sem er jafnframt það svið sem gefur langmestar framfarirnar í að liðka fyrir umferðinni. 

En það nær yfir rafhjólaflokkinn allan og felst í því að þau sé um skiptanlegar rafhlöður. DSC09585

Með slíku fyrirkomulagi hverfur alveg þörfin til að hlaða hjólin sjálf heldur hægt að taka rafhlöðurnar úr og hlaða hvar sem innstungu er að finna. 

Nú hafa verið fluttir inn, til reynslu að minnsta kosti, þrjár tegundir rafknúnna bíla, sem þeir hjá Brimborg kalla rafsnatta.  

Þessir bílar eru: Tazzari Zero, ítalskur,sem kom 2017 og sést á báðum meðfylgjandi myndum; -  Invicta ZD2s, spánskur, og Citroen Ami, franskur, sem komu nýlega til landsins á vegum BL og Brimborgar. 

Allt eru þetta tvegga sæta bílar sem komast þversum í venjuleg bílastæði, einkum sá minnsti, Citroen Ami, sem er aðeins 2,41 metri á lengd og með beygjuþvermál upp á aðeins 7,2 metra. 

Tveir þessra rafsnattar ganga fyrir venjsulegu heimilisrafmagni, 220 volta, 10 ampera og 2,7 kílóvött og því ekki þörf fyrir hleðslustaur, enda er straumurinn of mikill í þeim fyrir þessa bíla.  

Citroen Ami þarf því aðeins að vera í hleðslu í þrjár stund til að vera fullhlaðinn, en Invicta í 7-8 stundir vegna þess að rafhlaðan í honumm er 18 kílóvattstundir upp á á að giska um 110 kílómetra drægni við íslenskar aðstæður, en rafhlaðan í Ami er 6 kílóvattstundir og drægnin líkast til um 50 kílómetrar.  

Síðuhafi hefur haft af því reynslu í eitt á að nota rafknúna léttbifhjólið sem er á efstu myndinni hér á síðunni sem rafsnatta á höfuðborgarsvæðinu og er með um 45 kílómetra drægni, og hefur það reynst nóg, enda er meðalakstur innanbæjar rúmlega 33 kílómetrar. 


mbl.is Ekki flókið að eiga rafmagnsbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband