Ómetanlegt athvarf fyrir vítt svið menningar. Brýnt að opna að nýju.

Í umræðum um lokun Hannesarholts undanfarna daga hefur réttilega verið tekið sterkt til orða varðandi gildi hússins fyrir tónlistarfólk. Og það er neýðarlegt ef lagatæknileg atriði eins og rekstrarform verða látin ráða því að þetta þjóðþrifastarf leggist niður í stað þess að fá styrk á jafnréttisgrundvelli. 

En það eru miklu fleiri en tónlistarfólk, sem verða fyrir miklum missi, því að í þessum húsakynnum því að þarna hafa verið fluttir fyrirlestrar, haldin málþing og líka verið sýndar kvikmyndir.  

Gott dæmi um það voru vel heppnaðar kynningar með blönduðu efni, sem Andri Snær Magnason hélt þarna í aðdragandanum af vinnu hans við hina stórkostlegu bók um Tímann og vatnið. 

Auk bókarinnar gat Andri Snær þróað þessa kynningar í Hannesarholti til frábærs flutnings í Borgarleikhúsinu. 

 


mbl.is Gríðarlegur missir fyrir íslenskt tónlistarfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég sá aldrei rekstrargrundvöll fyrir einkarekið listhús. 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.6.2021 kl. 21:33

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Auðvitað var enginn rekstrargrundvöllur fyrir neitt fyrirtæki á því tæplega eins og hálfs árs tímabili, sem það var svipt öllum tekjum sínum. 

En fram til kófsins í upphafi árs í fyrra hafði í nokkur ár verið  rekstrargrundvöllur fyrir þá blönduðu starfsemi, sem byggðist á góðri veitingasölu inni í rými með myndlistasýningum á efri hæð, ásamt tónlistarflutningi og blönduðum sýningum með allt að 80 sætum á neðri hæð. 

Ómar Ragnarsson, 24.6.2021 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband