Hvernig voru Ólafur Thors og Bjarni Ben og Hermann og Eysteinn sem tvíeyki?

Íslensk og erlend stjórnmálasaga geyma fjölmörg dæmi um það, að tveir sterkir menn í forystu flokka, tvíeyki á borð við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson hjá Sjálfstæðisflokknum og Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson hjá Framsóknarflokknum, reyndust þessum tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins svo vel, að þeir voru í stjórn, annar hvor eða báðir, í þrjá ártatugi frá miðjum fjórða áratugnum. 

Ólafur var formaður Sjalla og Bjarni varaformaður fram yfir 1960 og allan þann tíma hafði Bjarni svo mikil áhrif og var svo öflugur, að hann og Ólafur stóðu í stafni hjá flokknum og í ríkisstjórnum eins og tveir jafnstórir og samhentir foringjar, en þó nógu ólíkir til þess að sterkustu hliðar hvors um sig vógu upp veikustu hliðarnar hjá hinum. 

Þegar Ólafur dró sig í hlé og féll síðan frá, tók Bjarni við forystunni. 

Og hið sama gerðist þegar Hermann dró sig í hlé og Eysteinn tók við. 

Haraldur Benediktsson virtist í fyrstu ekki hafa skoðað vel þetta fordæmi úr sögu flokks síns og fleiri flokka þegar hann sýndist ætla að hverfa af þeim vettvangi, sem hafði valið sér fyrir nokkrum árum. 

Nú virðist hann hafa náð áttum og séð að Áslaug Arna verður með mikið í fanginu meðan hún er bæði varaformaður flokksins og ráðherra, og að fyrir bragðið verður margt annað eftir til að sýsla við fyrir hvern þann í því tvíeyki sem tveir efstu skipa. 


mbl.is Haraldur þiggur annað sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru allir hættir að lesa bloggið þitt? Það hlýtur eiginlega að vera því annars hefði einhver minnst á gloríuna himinhrópandi sem er í þessum pistli.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.6.2021 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband