Þegar Torfi Bryngeirsson var spurður að því af hverju hann væri aldrei nervös.

Torfi Bryngeirsson lét falla mörg athyglisverð tilsvör á litríkum ferli, en líklega er tilsvar hans þegar hann varð Evrópumeistari í langstökki þekktast. 

Torfi var annar besti stangarstökkvari Evrópu þegar hann fór á sitt fyrsta stórmót á EM 1950. 

En hann var líka skráður til keppni í langstökki þar sem hann var þó ekki á topp tíu listanum. 

Það er einstakt að stökkvari sé í fremstu röð í þessum tveimur greinum, og svo illa vildi til fyrir Torfa, að keppt var samtímis í þessum greinum. 

Honum tókst þó að komast í úrslit í báðum greinum, en varð því miður að velja á milli þeirra af því að úrslitakeppni í þeim var á sama tíma. 

Torfi íhugaði stöðu sína og tók þá furðulegu ákvörðun að flestra mati, að sleppa stangarstökkinu með tilheyrandi einvígi við Ragnar Lundbergog en fara í langstökkið, sem var miklu lakari grein fyrir hann. 

Torfi svaraði snöggt: Ég er búinn að skoða keppendurna og sjá að Ragnar Lundberg er í stuði en langstökkvararnir virðast bara vera kettlingar. 

"Þeir eru með miklu betri skráð afrek en þú" andmæltu menn. 

"Já, en þeir vinna keppnina hér á þeim afrekum" svaraði Torfi. 

Hófst nú keppnin voru aðstæður mjög erfiðar vegna misvindis sem gerði keppendum einstaklega erfitt fyrir. Þeir bestu fóru alveg á taugum en Torfi var hinn sperrtasti, geislaði af hugarstyrk, sjálfsöryggi og krafti, auk þess sem ekki vottaði fyrir neinum taugaóstyrk hjá honum þótt vindurinn blési sitt á hvað.

Þegar kom að honum í stðkkrðinni gekk hann sperrtur um og bar sig mannalega á tærri íslensku: "Sjáið þið, hér kem ég og skal sýna ykkur hvernig á að gera þetta; strákurinn frá Búastöðum, sem er sko enginn lopi!" 

Fór svo að Torfi stökk tvö bestu stökk sín á ferlinum á sama tíma og hinir voru allir langt frá sínu besta. 

Eftir keppnina þyrptust blaðamenn að hinum nýja og gersamlega óþekkta Evrópumeistara, sem hafði nákvæmlega enga reynslu að baki á stórmótum Evrópu og spurðu hann hvernig stæði á því að hann hefði náð þessum frábæra árangri. 

"Það var vegna þess að ég var sá eini sem var ekki vitund nervös," svaraði Torfi, "á sama tíma og hinir brotnuðu niður af taugaóstyrk." 

"En hvernig gast þú einn ráðið við þetta?" var spurt.

"Það er af því að ég er aldrei nervös," svaraði Torfi. 

"Af hverju ertu aldrei nervös?"

"Af því það er verra" svaraði Torfi.

 

Þetta svar er gullkorn, því að það lýsir alveg einstöku æðruleysi og hugarstyrk, sem getur orðið til bjargar þegar menn standa frammi fyrir því að láta ótta og panik ná tökum á sér. 

 


mbl.is „Til hvers þá að vera að þessu?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband